fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Kynning

Volcano Trail Run

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 2. júní 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 14. september 2019 fer Volcano Trail Run fram, sem haldið er í sjötta sinn á vegum Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk. Hlaupið er opið öllu áhugafólki um utanvega- og fjallahlaup.

Umhverfis Tindfjöllin

Hlaupinn er svokallaður Tindfjallahringur sem er 12 kílómetra langur. Hlaupið hefst við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk og hlaupið er inn Húsadalinn áleiðis upp Laugaveginn. Þegar komið er upp úr Húsadal er beygt af leið til hægri í áttina að Langadal og farið af stígnum upp á Slyppugilshrygg og meðfram honum þar til stígurinn liggur niður í Slyppugilið. Þá er beygt til vinstri áleiðis að Tindfjallasléttu og svo niður Stangarháls að Stóraenda. Þaðan er hlaupið eftir Krossáraurum að Langadal og stefnan tekin upp Valahnúk (275 m hækkun) og niður aftur að vestanverðu að endamarki í Húsadal.

Skráning er hafin

Þar til 30. júní kostar 7.900 kr. að skrá sig í hlaupið. Eftir það og fram til 10. september er verðið 8.900 kr. og svo er verðið komið upp í 12.900 kr. þar til skráningu lýkur, 14. september. Hámarksfjöldi í hlaupið fyrir árið 2019 er 150 manns. „Þetta er vinsælt hlaup og er æskilegt að skrá sig snemma ef maður hefur áhuga á að taka þátt,“ segir Inga Fanney Sigurðardóttir hlaupastjóri.

Innifalið í þátttökugjaldi er aðgangur að sturtum, gufubaði og baðlaug eftir hlaupið en einnig er hægt að bóka gistingu í Húsadal hér á vefsíðunni volcanohuts.is. Allir þátttakendur fá verðlaunapening þegar þeir koma í mark. Verðlaun verða svo veitt fyrir þrjú fyrstu sæti karla og kvenna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri