fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Kynning

Ásbyrgisvöllur: Spilaðu golf í goðsagnakenndri náttúrufegurð

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 26. apríl 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Golfklúbburinn Gljúfri er starfandi við Ásbyrgisvöll. „Við erum ekki stór klúbbur, rétt um 10 félagar. En allir erum við dyggir golfiðkendur og þykir vænt um Ásbyrgisvöll,“ segir Marínó Eggertsson, forstöðumaður Ásbyrgisvallar.

Ásbyrgisvöllur er staðsettur á einum goðsagnakenndasta stað Íslands. Með hamraveggi Ásbyrgis í bakgrunni er þessi níu holu völlur algjör gimsteinn í guðsgrænni náttúrunni. „Það er rosalega flott að vera þarna með þessa háu hamraveggi í kringum sig. Sérstaklega eru sumarkvöldin falleg. Eftir heita daga þá geislar hitinn frá berginu á vangann og það er hægt að spila golf langt fram eftir kvöldi.

Við rekum ekki golfskála en erum með þjónustu í verslun við Ábyrgi, rétt við völlinn við þjóðveg 85. Verslunin er opin allan daginn. Þar geta menn fengið sér að borða, drukkið kaffi og komist á snyrtingu. Þar er einnig hægt að fá golfsett leigð.“

Dagurinn á Ásbyrgisvelli fyrir einn fullorðinn kostar 2.000 krónur. „Það góða við völlinn er að það eru ekki margir sem sitja um hann. Þar er yfirleitt engin ös og sjaldan sem maður þarf að bíða eftir rástíma. Við erum svona að huga að því að opna völlinn fyrir notkun. Þeir sem eru áhugasamir um að skella sér í golf á Ásbyrgisvelli mega endilega hafa samband við mig í síma 892-2145.“

Ásbyrgisvöllur

671 Kópasker

Sími: 465-2145 og 892-2145

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
29.01.2025

Fyrirtækjaþjónusta IKEA – fagleg ráðgjöf þér að kostnaðarlausu

Fyrirtækjaþjónusta IKEA – fagleg ráðgjöf þér að kostnaðarlausu
Kynning
23.01.2025

Vetrarhátíð Heklu fer fram um helgina

Vetrarhátíð Heklu fer fram um helgina
Kynning
06.11.2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024
Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn