fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Vatnsúðakerfi MD Vélar: Nýtt umboð fyrir nýja tegund þenslutengja

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 9. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MD Vélar ehf.

MD Vélar ehf. sérhæfir sig í þenslutengjum fyrir flestar aðstæður og með nýjum samningi við fyrirtækið Metraflex í Chicago aukum við enn við úrvalið og þjónustuna. Við erum mjög ánægð með að hafa gengið frá þessum samningi sem felur í sér að MD Vélar ehf. er nú söluaðili fyrir Metraflex í Norður-Evrópu.

„Í þessum mánuði fer ég á sýningu í Madríd þar sem ég hitti starfsmenn Metraflex og það verður mjög spennandi að kynnast fyrirtækinu og vörunum betur,“ segir Laila Björk Hjaltadóttir, fjármála- og viðskiptastjóri MD Véla ehf.

 

Einstök þenslutengi

Metraflex framleiðir einstök þenslutengi, kölluð FireLoop og FireVoop, sem eru sérhönnuð fyrir vatnsúðakerfi. Metraflex er afar framarlega í nýsköpun og falla þessi tengi sannarlega undir það. Tengin þola einstaklega mikla hreyfingu og geta hreyfst í allar áttir sem veitir mjög góða vörn fyrir kerfin. Tengin eru bæði UL skráð og FM samþykkt.

Metraflex er í fremstu röð þegar kemur að þenslutengjum fyrir vatnsúðakerfi. „Það sem er svo einstakt við þessi tengi er hversu mikla hreyfingu þau taka, hve auðveld þau eru í uppsetningu og hvað það fer lítið fyrir þeim. Hægt er að koma þeim auðveldlega fyrir þótt plássið sé lítið.“ Þessi tengi eru ætluð til uppsetningar alls staðar þar sem ætla má að verði einhver hreyfing á lögnum, t.d. af sökum vatnsþrýstings, jarðskjálfta eða annars. Hægt er að setja tengin upp hvort heldur er lárétt eða lóðrétt og 180° sveigjan krefst eingöngu einnar upphengju sem gerir tenginu kleift að hreyfast án hafta. Þó er ekki nauðsynlegt að hafa upphengju fyrir minnstu tengin.

Tengin fást með mismunandi fittings með hreyfingu -/+ 4“, 8“, 16“ og 24“ í stærðum frá DN 25 – DN 300 og þrýsting frá 12 – 20 bör.

Á heimasíðu Metraflex, metraflex.com er hægt að nálgast margs konar upplýsingar eins og um stærðir, fittings, leiðbeiningar fyrir uppsetningu og 3D teikningar. Einnig er hægt að fræðast þar um metrafire.
Á heimasíðu MD Véla, mdvelar.is er einnig hægt að finna bæklinga og fleiri upplýsingar meðal annars um þenslutengin.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Laila Björk Hjaltadóttur.
Sími: 692-8280
Vefpóstur: laila@mdvelar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum