fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Kynning

Kaupfjelagið: Ef það fæst ekki í Kaupfjelaginu þá þarftu það ekki

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 1. júlí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Á Breiðdalsvík reka Helga Rakel Arnardóttir og Elís Pétur Elísson Kaupfjelagið, litla fallega matvöruverslun, þá einu í bæjarfélaginu, og kaffihús með „fish and chips“ og fleiri veitingum.

„Við keyptum reksturinn og verslunarhúsið fyrir ári síðan,“ segir Helga, sem er ættuð frá Hvammstanga, en Elís er frá Breiðdalsvík. Verslunin er sett upp á gamaldags máta og má þar finna mikið af munum úr sögu kaupfélagsreksturs á Breiðdalsvík.

Eins er að finna söguágrip af uppbyggingu staðarins, gamlar myndir og skjöl sem gaman er að grúska í með kaffinu.

Hjá Kaupfjelaginu er gott úrval af mat- og gjafavöru og á grillinu er boðið upp á hamborgara, paninibrauð, pulled pork, bökur og „local fish and chips,“ en fiskurinn kemur frá útgerð sem Helga og Elís reka einnig á staðnum. Pitsuofninn er alltaf í gangi á föstudögum og laugardögum og ýmsum fleiri tyllidögum.

Kaupfjelagið þjónar mikilvægum tilgangi sem verslun og kaffihús, bæði fyrir heimamenn en ekki síður fyrir gesti sem sækja Breiðdalsvík heim, en í bænum búa um 140 manns. Á sumrin er staðurinn vel sóttur af ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum. „Iðnaðarmenn og sjómenn koma mikið til okkar í hádeginu í mat og í pitsu um helgar. Það eru mjög margir heimamenn sem koma hér á hverjum degi, sumir oft á dag, og fá sér kaffi og sitja lengi og spjalla. Maður hittir alltaf alla í Kaupfjelaginu,“ segir Helga. „Svo gildir það sama hér og annars staðar: „Ef það fæst ekki í Kaupfjelaginu, þá þarftu það ekki.“

Kaupfjelagið er að Sólvöllum 25, Breiðdalsvík. Síminn er 475-6670 og netfangið er kaupfjelagid@gmail.com

Afgreiðslutími sumars er 10–20 alla daga nema sunnudaga en þá er opið til 17. Afgreiðslutími vetrar er kl. 11–17 alla daga.
Kaupfjelagið er á Facebook: Kaupfjelagid Verzlun – Kaffihús

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7