fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Kynning

Kraftlyftingar eru vinsæl og holl íþrótt

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftlyftingar eru vinsæl íþrótt og yfir 1.500 iðkendur íþróttarinnar eru skráðir í félagagrunn ÍSÍ. Á vissan hátt kemst meirihluti fólks í ákveðna snertingu við íþróttina vegna þess að greinarnar þrjár, bekkpressa, hnébeygja og réttstöðulyfta eru alþekktar og mikið iðkaðar í líkamsræktarsölum landsins.

Margir sem taka ástfóstri við þessar hollu og skemmtilegu æfingar ganga síðan skrefi lengra og fara að æfa íþróttina með keppni í huga. „Það er einnig svo að styrktarþjálfun kemur við sögu í nær öllum öðrum keppnisíþróttum. Sumir fara þá að keppa meira við sjálfa sig en aðrir og hafa gaman af að lyfta sífellt þyngra. Maður vill taka þetta á næsta stig. Þannig byrjaði þetta hjá mér,“ segir Aron Friðrik Georgsson, stjórnarmaður í Kraftlyftingasambandi Íslands og formaður lyftingadeildar Stjörnunnar.

Kraftlyftingar eru ein þeirra íþrótta þar sem margfalt meiri tími fer í æfingar en keppni. „Það eru bara þessar þrjár greinar í kraftlyftingum og í fullri keppni eru þrjár lyftur í hverri grein. Keppnin er því það minnsta sem maður gerir en þeim mun meiri tími og orka fara í að byggja grunninn undir þetta með stöðugri iðkun á þessum þremur æfingum og svo ýmsum hjálparæfingum,“ segir Aron.

Kraftlyftingaæfingarnar þrjár eru mjög víðtækar æfingar fyrir líkamann og taka á stórum vöðvahópum: „Sem dæmi þá skipta fæturnir meira máli í bekkpressu en margir gera sér grein fyrir. Fyrir lengra komna er nefnilega gott að ná sterkri spyrnu í gólfið til að halda sér stöðugum.“

Kraftlyftingaæfingarnar þrjár eru mjög hollar fyrir líkamann ef réttri tækni er beitt og með réttri tækni er hægt að forðast meiðsli og hámarka árangur sinn. Að sama skapi hefur röng tækni leitt til meiðsla hjá mörgum en afar mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum fagmanna um þessar lyftur.

Þess má geta að Kraftlyftingasamband Íslands er sérsamband innan ÍSÍ og iðkendur gangast undir strangt lyfjaeftirlit. Heilbrigð nálgun á íþróttina er ein af megináherslum sambandsins.

Kraftlyftingar í blóma og stundaðar um allt land

Hægt er að æfa kraftlyftingar í yfir 25 íþróttafélögum sem eru staðsett vítt og breitt um landið. Eins og vænta má eru þessar deildir misöflugar en margar eru á uppleið og hjá sumum er aðstaða til fyrirmyndar og margir afreksmenn í íþróttinni verða til.

Á næsta ári eru nokkur spennandi kraftlyftingamót á dagskrá en það fyrsta er hluti af Reykjavíkurleikunum, alþjóðlegt boðsmót sem fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 27. janúar.

„Þetta mót er á mótadagskrá alþjóðasambandsins og því geta fallið á því heimsmet. Það verða 10 keppendur í karlaflokki og jafnmargir í kvennaflokki – blanda af innlendum keppendum og erlendum gestum. Þetta er vigtar-stigamót, það er að segja að reiknað er út hlutfall líkamsþyngdar keppenda og þeirra samanlagðrar þyngdar sem þeir lyfta á mótinu. Stigin eru reiknuð út frá þessu og stigahæstu keppendurnir vinna mótið,“ segir Aron.

Ítarlegar upplýsingar um kraftlyftingadeildir íþróttafélaga vítt og breitt um landið og reglulega uppfærðar fréttir af kraftlyftingum og mótamálum er að finna á vefsíðunni kraft.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7