Taílenski veitingastaðurinn Bangkok er sannarlega falinn gimsteinn í miðju iðnaðarhverfi Kópavogs. Maturinn er bragðgóður og ilmurinn gerir jafnvel pakksatt fólk aftur svangt. Matseðillinn er fjölbreyttur og eru allir réttirnir eldaðir úr fersku hráefni af úrvalskokkum. Salurinn er notalegur og rúmgóður og tekur allt að fimmtíu manns í sæti. Einnig býður Bangkok upp á þann möguleika að fólk taki matinn með heim ef það vill.
Hagstætt verð og gæðahráefni
Bangkok býður upp á fjölbreytt úrval af kjöt- og/eða grænmetisréttum á frábæru verði. Þá er Bangkok með hagstæð tilboð fyrir tvo eða fleiri þar sem hægt er að fá marga rétti.
Þá er hægt að fá fjölskyldutilboð fyrir tvo til fimm einstaklinga eftir kl. 15.00 á daginn. Verð er afar hagstætt eða frá 3.790 til 9.450 kr.
Ennig býður Bangkok upp á hagstætt hádegistilboð þar sem þú færð þrjá rétti úr borði á aðeins 1.690 kr.
Það er svo sannarlega hægt að létta sér lífið í aðdraganda jólanna með því að skella sér á Bangkok og snæða þar ljúffengan taílenskan mat.
Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Bangkok Restaurant
Bangkok Restaurant er til húsa að Smiðjuvegi 11, Gul gata, 200 Kópavogur
Opið er alla daga frá 11.00–21.00
Sími: 564-1000