fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Kynning

Hótel Bifröst: Gæðastundir við þjóðveginn

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 15. júlí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótel Bifröst er kjörinn áningarstaður fyrir þá sem vilja njóta fegurðar landsins enda staðsett við þjóðveginn rétt hjá Borgarnesi og héðan getur leiðin legið upp Borgarfjörðinn, á Snæfellsnes eða í Dalina. Á Hótel Bifröst er gistirými fyrir á annað hundrað manns og stór og mjög góður veitingastaður, Kaffi Bifröst, þar sem tilvalið er að eiga gæðastundir í hádegismat, síðdegiskaffi eða yfir kvöldverði.

Að sögn Soffíu Dagmarar Þorleifsdóttur, aðstoðarhótelstjóra, er meirihluti þeirra sem gista á Hótel Bifröst erlendir ferðamenn en staðurinn er þó líka vinsæll meðal Íslendinga. „Við höfum verið dugleg að setja tilboð inn á vefinn aha.is og þau eru mjög vinsæl. Núna vorum við að setja inn tilboð fyrir júlí og ágúst sem inniheldur gistingu og 3ja rétta óvissumatseðil,“ segir Soffía.

Sem fyrr segir er nokkuð mikið gistipláss á Hótel Bifröst: „Við erum með 51 herbergi en þar af eru 6 herbergi 3ja manna. Þetta eru rosalega stór og fín herbergi. Á svona stórum gististað er alltaf möguleiki á lausu plássi en það koma þó dagar þar sem er fullbókað. Svo koma aðrir dagar þegar rólegt er en þetta helst nokkuð mikið í hendur við flugferðir til og frá landinu.“

Sjávarréttirnir slá í gegn

Veitingastaðurinn Kaffi Bifröst er opinn alla daga vikunnar frá 11:30 til 22 en eldhúsinu er lokað kl. 21. Mjög fjölbreyttur matseðill er á staðnum og var honum nýlega breytt: „Núna bjóðum við upp á kræklinga sem mælast mjög vel fyrir. Laxinn okkar er líklega vinsælasti rétturinn og svo hefur sjávarréttahlaðborðið á kvöldin slegið í gegn. Við erum fjölbreyttur staður og margt fleira en sjávarréttastaður en kokkarnir okkar eru þó einstakir snillingar í sjávarréttum og fólk sækir í þá rétti aftur og aftur,“ segir Soffía.

Pitsur og hamborgarar eru vinsælir réttir á matseðlinum á Kaffi Bifröst en í eftirmiðdaginn er líka vinsælt að fá sér kaffi og eplaköku.

Árshátíðir og ráðstefnur sívinsælar á Bifröst

Hótel Bifröst er mjög vinsæll vettvangur fyrir árshátíðir og ráðstefnur fyrirtækja sem gjarnan eiga sér stað á haustmánuðum. Soffía segir mikilvægt að panta slíkt sem fyrst. „Þetta lendir á fáum helgum og það eru svo mörg fyrirtæki með slíka viðburði á sama tíma.“

Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni hotelbifrost.is og Facebook-síðunni Hótel Bifröst. Símanúmer er 433 3030.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7