fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Kynning

Verksýn ehf: Viðhald og endurbætur í öruggum höndum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 31. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verksýn ehf. er tækniþjónusta með sérhæfingu á sviði viðhalds og endurbóta á mannvirkjum, innandyra sem utan. Hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar sem hafa yfirgripsmikla reynslu á þessu sviði. Verksýn sinnir einnig fjölbreyttum verkefnum sem snúa að eftirliti og annarri ráðgjöf með nýframkvæmdum. Um er að ræða almenna framkvæmdaráðgjöf, álitsgerðir, byggingastjórnun og hönnun mannvirkja. Frá stofnun fyrirtækisins árið 2006 hefur starfsmönnum fjölgað jafnt og þétt og í dag eru tólf starfsmenn hjá Verksýn.

Viðskiptavinir fyrirtækisins eru m.a. einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, fasteignafélög og húsfélög. Markmið Verksýnar er að mæta þörfum viðskiptavina sinna á besta mögulega hátt með nýtingu þeirrar þekkingar og þess mannauðs sem fyrirtækið býr yfir.

Hjá Verksýn starfa sérfræðingar með áratuga reynslu af störfum við mannvirkjagerð og viðhald og endurbætur mannvirkja.

Verksýn starfar eftir gæðakerfi sem vottað er af Mannvirkjastofnun.

Ráðist var í miklar endurbætur á ytra byrði elstu álmunnar síðastliðið haust.
Viðhald og endurbætur á ytra byrði Tækniskólans hafa staðið yfir síðustu árin. Endurbæturnar hafa verið unnar í áföngum og meðal annars hefur þakið verið endurnýjað í heild sinni.

Fagþekking

Starfsmenn Verksýnar hafa víðtæka reynslu af ráðgjöf um viðhald fasteigna. Þeir búa yfir mikilli fagþekkingu á iðngreinum, sem er ein af helstu undirstöðum vandaðrar og faglegrar ráðgjafar.
Verksýn hefur á að skipa fjölda byggingafræðinga og iðnmeistara. Sérstök hæfni þeirra í greiningu á byggingaskemmdum og þekking á byggingatækni tryggir gæði í skipulagningu, útfærslu, rekstri og viðhaldi fasteigna.

Ástandsskoðun Verksýnar

Ástandsskýrsla er það tæki sem fasteignaeigendur og forsvarsmenn húsfélaga hafa til að leggja mat á viðhaldsþörf á hverjum tíma. Ástandsskýrslan gefur glögga mynd af viðhaldsþörf næstu árin og er áreiðanlegur grundvöllur ákvarðanatöku.

Árleg viðhaldsþörf fasteigna

Út frá reynslutölum er áætlað að 1–2% af verðmæti fasteigna þurfi til að mæta eðlilegu viðhaldi þeirra á hverju ári. Með því að grípa tímanlega inn í óhjákvæmilegt „hrörnunarferli“ er hægt að minnka framkvæmdakostnað verulega.

Útboð

Útboðsgögn eru lykilgögn eigenda þegar kemur að framkvæmdum. Verksýn býður út tugi framkvæmda á hverju ári. Með útboðsgögnum er tryggt að verktakar bjóði í verkið á sama grundvelli og eigendur eigi auðvelt með að meta tilboðin.

Reyndur umsjónaraðili

Þegar ráðist er í viðhaldsframkvæmdir er nauðsynlegt að hafa reyndan umsjónar- og eftirlitsaðila með verkinu. Sem eftirlitsaðili tryggir Verksýn að verktaki sinni þeim skyldum sem á hann eru lagðar samkvæmt ákvæðum útboðsgagna:

• Yfirferð teikninga, rýning og samræming
• Farið er yfir að ábyrgir meistarar séu skráðir á viðeigandi verkliði
• Yfirferð trygginga verktaka
• Gerð verksamninga
• Yfirferð verksins með verktaka og ábyrgum meisturum í byrjun þess
• Yfirferð tæknilegra upplýsinga um þau efni sem verktaki hyggst nota við verkið
• Yfirferð verkáætlunar verktaka, samræming hennar og samþykkt
• Yfirferð fyrirliggjandi verkþátta með verktaka og úrlausn óvissuatriða
• Eftirlit með að framgangur framkvæmda sé samkvæmt áætlun
• Yfirferð og samþykkt dagsskýrslna
• Eftirlit með vinnubrögðum og umgengni á vinnustað allt að fimm sinnum í viku
• Eftirlit með að verklýsingum og útboðsgögnum sé fylgt
• Stjórn reglulegra verkfunda með verktaka og fulltrúa (fulltrúum) verkkaupa
• Ritun fundargerða á verkfundum og frágangur og fjölföldun þeirra eftir fundi. Sent með tölvupósti ef óskað er
• Yfirferð reikninga frá verktaka og samanburður við samþykktar magntölur ásamt því að sannreyna umfang
• Umsjón með hlutaúttektum og lokaúttekt. Ritun úttektaryfirlýsinga
• Önnur dagleg umsýsla og umsjón með framkvæmdum, sem fulltrúi verkkaupa

Kostnaður við umsjón og eftirlit skilar sér til eigenda í hagkvæmni og meiri gæðum framkvæmda.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.verksyn.is

Verksýn ehf.
Síðumúla 1, 108 Reykjavík
517-6300 – verksyn@verksyn.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7