fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
FókusKynning

Heimagerðar íssósur og ekta þýskar steikarpylsur

Kynning

Ísbúðin Laugalæk

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. apríl 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

[[C302732506]][[C302732506]][[B3A97C687B]]Rekin hefur verið ísbúð að Laugalæk 8 síðan árið 1961 og óhætt er að segja að húsið sé „íssögulegur staður“ eins og Lóa Bjarnadóttir, núverandi eigandi búðarinnar, segir. Um tíma voru þarna tvær ísbúðir, hlið við hlið. Lóa ólst upp í hverfinu, raunar við hliðina á ísbúðunum tveimur, og segist hafa borðað tvo ísa á dag. „Þetta var kannski aðalísstaðurinn í bænum fram til sirka 1990. Mig grunaði aldrei á þessum tíma að ég ætti eftir að verða íssali, hvað þá íssalinn á þessum stað,“ segir Lóa.

„Árið 2009 var gamla ísbúðarhúsnæðið í niðurníðslu. Þá fékk ég þá hugmynd að opna ísbúð. Margir sögðu að við værum gengin af göflunum, en þetta var fyrsta ísbúðin sem opnuð var eftir hrun,“ segir Lóa.
Til að gera langa sögu stutta fóru viðtökurnar fram úr björtustu vonum og Ísbúðin Laugalæk er vinsæl sem aldrei fyrr. Sérstaða hennar í dag felst í tvennu. Annars vegar að staðurinn er að hálfu leyti undir pylsuveitingum og hins vegar eru það heimagerðu íssósurnar sem þykja einstakar.

Mynd: Anna María Sigurjónsdóttir

Ekta þýskar Bratwurst

„Pylsurnar innihalda svínabóg og krydd og það er allt og sumt. Þær innihalda ekkert vatn og eru algjörlega án aukaefna. Pylsurnar eru annars vegar bornar fram í brauði á hefðbundinn hátt eins og við Íslendingar þekkjum, og hins vegar sem Currywurst, á bakka með karrísósu og salötum sem við gerum sjálf, og brauðið til hliðar. Currywurst er þjóðarréttur Þjóðverja en við erum eini staðurinn á Íslandi sem býður upp á þær,“ segir Lóa.
Pylsurnar eru seldar undir framleiðslunafninu Reykjavik Sausage Company en fyrirtækið er það sama.

Heimagerðar íssósur

Íssósurnar eru heimagerðar sósur án allra aukaefna og er um að ræða jarðarberja-, hindberja-, ananas-, mangó-, kókós-, banana- og kirsuberjasósu. Auk þess eru í boði hefðbundnar sósur, heit og köld súkkulaðisósa, heit og kvöld karamellusósa, lakkríssósa og piparmyntusósa.

Mynd: Anna María Sigurjónsdóttir

Frábær hádegismatur

Blaðamaður heimsótti staðinn fyrir skemmstu og fékk sér fyrst þýska Bratwurst og síðan ís í eftirrétt. Óhætt er að mæla með þessari ljúffengu samsetningu í hádegismat öðru hverju og ekki spillir fyrir að þarna er smekklegt umhverfi til að njóta veitinganna í. Bæði pylsan og ísinn brögðuðust framúrskarandi vel.
Innréttingar í Ísbúðinni Laugalæk þykja aðlaðandi. Lögð er áhersla á persónulega og góða þjónustu. Gott kaffi er í boði á staðnum sem er öðrum þræði hverfiskaffihús. Það er því einstaklega notalegt að setjast þar niður og njóta veitinganna.

Sem fyrr er Ísbúðin Laugalæk staðsett að Laugalæk 8 og síminn er 561-2244.

Opið er alla daga frá kl. 11.00 til 23.30.
Ísbúðin Laugalæk er auðvitað á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea