fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
FókusKynning

Fyrirtækið vex því að varan virkar

Kynning

Birkiaska tvítug

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. mars 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildverslunin Birkiaska ehf. er gamalgróið fyrirtæki og fagnar nú 20 ára starfsafmæli í janúar. Birkiaska flytur inn og er dreifingaraðili fyrir hágæða heilsuvörur frá finnska heilsufyrirtækinu Hankintatukku Oy, sem þróar, framleiðir og markaðssetur ýmis konar náttúruleg bætiefni svo sem vítamín, steinefni og vörur sem eiga að styrkja ónæmiskerfið og vinna á ýmis konar kvillum svo sem hárlosi, liðavandamálum, þyngdarstjórnun, minnistapi og streitu. Hankintatukku Oy er heimilislegt fyrirtæki sem vinnur eftir aðþjóðlegum GMP gæða- og öryggisstöðlum. Birkiaska og söluaðilar eru með fjölda viðskiptavina sem kaupa vörurnar aftur og aftur vegna þess að þær virka. Þess vegna vex fyrirtækið og þess vegna eru kúnnarnir ánægðir.

Betulic Birkilauf
Það er gömul og góð hefð fyrir notkun birkilaufa til að hraða efnaskipti
og losa vatn úr líkamanum og draga úr bólgum. Birkilauf hafa góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húðarinnar, auk þess sem þau örvar starfsemi lifrar, nýrna og þvagfæra. Samkvæmt bók Arinbjargar L. Jóhannsdóttur, Íslenskar lækningajurtir, er birki mest notað við ýmis konar gigt, einkum ef nýrun starfa ekki eðlilega. Mörg virk efni eru að finna í birkinu svo sem sápunga og ilmólíur sem innihalda m.a. betúlín, kvoðunga, flavona, barkasýrur og svo bitur efni. Áhrifin eru þvagdrífandi, bólgueyðandi og svitadrífandi.

Fosfoser Memory

Hér er um að ræða draum allra nemenda. Minnistöflur sem bæta skammtímaminnið. Töflurnar nýtast fólki undir álagi og sem fæst við flókin verkefni. Bæði eldri borgarar og námsmenn í próflestri taka inn Fosfoser Memory og ýmsir rosknir leikarar á Broadway taka það til að muna betur línurnar sínar. Einnig sýna rannsóknir fram á að töflurnar dragi úr streitu, auki ró og bæti skap.

Bodyflex Strong

Jógað verður ekkert mál með Bodyflex Strong því hylkin vinna á stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkja heilbrigði burðarvefja líkamans. Mælt er með tveimur hylkjum tvisvar á dag í tíu daga. Svo má minnka skammtinn niður í tvö hylki á dag. Ger-, glútein- og laktósafrítt og inniheldur engin sætuefni.

Evonia

Bætiefni ársins í Finnlandi! Evonia er framleitt úr olíu úr hörfræjum, akurdorða og grikkjarsmára. Þannig fæst hárrétt hlutfall omega-3 og 6 fitusýra. Evonía er einnig hlaðið bætiefnum svo sem B-vítamíni(1, 2, 3, 6, 7 og 12), D-vítamíni og E-vítamíni sem veita hárrótinni næringu og styrk, eykur blóðflæði í höfuðleðri og stuðlar því að auknum hárvexti.

Colonic Plus

Um er að ræða ómengað og náttúrulegt fæðubótarefni úr netlu, túnfífli og birkilaufi. Töflurnar örva efnaskipti, brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með Colonic Plus fyrir þá sem vilja hreinsa líkamann. Ger-, glútein- og laktósafrítt og inniheldur engin sætuefni.

Redasin Strong

Nýjasta fæðubótarefnið sem Birkiaska flytur inn er Redasin Strong sem bætir vellíðan hjarta- og æðakerfisins og stuðlar að lægra kólesteróli. Töflurnar innihalda Q10, rauð hrísgrjónager, B12 og B6. Virka íðefnið mónakólín K hamlar skiptiefnahvörfum kólestoróls.

Vörur Birkiösku fást í helstu lyfja- og heilsuvöruverslunum um land allt og á vefsíðu Birkiösku birkiaska.is má finna lista yfir söluaðila.

Hægt er að nálgast upplýsingar um vörur Birkiösku með því að hringja í síma 899-4471 eða með því að senda netpóst á birkiaska@birkiaska.is

Nánari upplýsingar má nálgast á facebook-síðu Birkiösku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7