fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
FókusKynning

Ýtrustu gæðakröfur uppfylltar

Kynning

Og Synir ehf.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 31. mars 2017 08:00

Og Synir ehf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Og Synir ehf. er öflugt og vaxandi byggingarfyrirtæki á Reyðarfirði, stofnað af Þorsteini Erlingssyni húsasmíðameistara árið 2003, en hann er eigandi fyrirtækisins í dag. Í upphafi var starfsemin bundin við undirverktöku í hinum ýmsu verkefnum en þegar árið 2004 var stefnan sett á eigin framkvæmdir og í september það ár var fyrsta húsinu skilað fullbúnu til eiganda.

Síðan þá hefur fyrirtækið byggt fjölmörg hús á Austurlandi. Meðal annarra verkefna eru utanhússklæðningar á 50 íbúðir fyrir ÍAV á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Þá sáu Og Synir ehf. einnig um uppsetningu innveggja á 20 húsum fyrir ÍAV með afbragðsárangri.

Og Synir ehf. hefur afar skýra og einfalda stefnu í gæðamálum: Að allur frágangur og allt efnisval uppfylli ströngustu gæðakröfur. Stefnan samkvæmt gæðahandbók hefur gengið eftir og kaupendur húsa sem Og Synir ehf. hefur byggt hafa verið afar ánægðir með útkomuna.

Starfsmenn fyrirtækisins hafa mikla og haldgóða þekkingu á öllum verkþáttum húsbygginga og hafa því innsýn í verkþætti múrara, rafvirkja, blikksmiða og pípulagningamanna.

Áhaldahús á Seyðisfirði: Vel heppnað verkefni
Áhaldahús á Seyðisfirði: Vel heppnað verkefni

Flytja inn fyrsta flokks byggingarefni til eigin nota

Og Synir ehf. hefur viðhaldið traustum viðskiptasamböndum í Póllandi um innflutning á fyrsta flokks byggingarefnum, sem og faglegt samstarf, og hefur þetta þróast með afar gæfulegum hætti. Meðal erlendra samstarfsaðila eru innanhússarkitektar, innréttingaverksmiðjur, flutningafyrirtæki sem flytja vörur milli samstarfsaðila og til Íslands, húseiningaverkmiðja, gluggaverksmiðja, framleiðendur hreinlætistækja, gólfefnaframleiðendur og margir fleiri. Er þá ónefnd stór verslunarkeðja sem sérhæfir sig í að finna og útvega allt sem þarf til bygginga, frá sökklum til fullnaðarfrágangs eftir óskum viðskiptavina.

Snorrabúð á Breiðdalsvík
Snorrabúð á Breiðdalsvík

Enn fremur hefur Og Synir ehf. tekið að sér húsbyggingu og byggingarstjórn í svokölluðu „partnering“ samstarfi við húsbyggjanda þar sem Og Synir er í hlutverki aðalverktaka. Þar sem takmarkaðar nýbyggingar hafa verið í gangi á Austurlandi síðan í hruni hafa ekki verið nein verkefni í þessu formi síðan þá, en síðustu verkefni sem unnin voru með þessu fyrirkomulagi voru stækkun á húsgagnaversluninni Hólmar á Reyðarfirði, sem heppnaðist afar vel, og bygging á einbýlishúsi á Reyðarfirði með þessu fyrirkomulagi, sem var einnig mjög vel lukkað.

Meðal fleiri áhugaverðra verkefna hjá Og Sonum má nefna byggingarstjórn fyrir ÍAV við þakskipti á húsum í Reykjavík og á Egilsstöðum á árunum 2014–2015. Voru alls 57 húsþök rifin af og endurnýjuð í þessu verkefni.
Fjölmörg önnur smærri verkefni hafa verið í gangi þar sem einungis er um að ræða byggingarstjórn, umsjón gæðakerfis og eftirlit. Má þar nefna sláturhús fyrir hreindýraverkun, a.m.k. sex sumarhús, tvö íbúðarhús, einn bílskúr og tvær viðbyggingar eldri húsa.

Ráðist gegn myglunni

Undanfarin þrjú ár hefur Og Synir byggt upp mikla þekkingu og reynslu varðandi leit að myglu í húsum og viðgerðir vegna mygluskemmda. Húseigendur sem hafa grun um myglu í húsum sínum geta leitað fyrir fyrirtækisins og fengið skoðun og viðgerðir ef á þarf að halda. Nánari upplýsingar um mygluskoðun og viðgerðir vegna myglu er að finna á heimasíðunni ogsynir.is.

Nánari upplýsingar um starfsemina er að finna á heimasíðunni ogsynir.is.
Símanúmer hjá fyrirtækinu er 821-9747 og netfang ogsynir@ogsynir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7