Hrefnukjöt er sannkallað lostæti
Hrefnuveiðar eru í þann veginn að hefjast sem þýðir að á næstunni verður ferskt hrefnukjöt á boðstólum í verslunum og á veitingastöðum. Heildarveiði í fyrra var 46 dýr og stefnt er að því að fara eitthvað yfir þá veiði í sumar.
Hrefnukjöt er hrein villibráð, fullkomlega laus við aukaefni, engu er sprautað í kjötið og það er ekki unnið á nokkurn hátt. Í 100 grömmum af hrefnukjöt eru 25 grömm af hreinu próteini. En hrefnukjöt er ekki bara meinhollt heldur einnig hreinasta lostæti. Í boði eru tvær gerðir af hrefnukjöti, marinerað og ómarinerað. Það síðarnefnda þykir einstaklega gott hrátt sem forréttur og er þá borðað með til dæmis með sojasósu, wasabi og engifer.
Fyrirtækið Sælkeradreifing sé um sölu og dreifingu á hrefnukjöti til veitingahúsa. Pantanir skulu gerða í síma 535 4000 eða með tölvupósti á netfangið pantanir@ojk.is.
Á vefnum hrefna.is er að finna gagnlegar og skemmtilegar upplýsingar um hrefnukjötið, meðal annars girnilegar uppskriftir.