fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
FókusKynning

Framúrskarandi vörur til að hreinsa, smyrja og líma

Kynning

Fossberg, Dugguvogi 6, Reykjavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. mars 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjum vörubæklingi frá Fossberg gefur að líta ýmis háþróuð og afar gagnleg hreinsiefni, smurefni og efni til límingar og þéttingar. Gunnar Örn Benediktsson, sölu- og markaðsstjóri Fossbergs, stiklar á stóru um áhugaverðar vörur af þessu tagi:

„Fjölhreinsir sítrónu er undraefni. Þetta er PH-hlutlaus hreinsir sem er góður á flest, meðal annars á veggjakrot. Hann er það góður að krotið lekur af veggnum á meðan verið er að úða.“

Næst skal nefna sílikonpakkninguna Black Seal sem hefur einstakt þol gegn olíum og feiti. Að sögn Gunnars er Black Seal mjög ódýrt efni miðað við sambærileg efni, en þetta er pönnupakkning. „Black Seal hefur reynst vel við íslenskar aðstæður undanfarin ár,“ segir Gunnar jafnframt.

Þá víkur sögunni að fjölnotaúðanum W44T. „Það var sagt um WD-40 að það hefði orðið til eftir að menn höfðu blandað samtals 40 uppskriftir í tilraunaskyni. Við grínumst með að okkar birgir hafi gert fjórar tilraunir í viðbót til að betrumbæta efnið og því heiti það nú W44T. Þetta er skylt efni en sniðnir hafa verið af nokkrir vankantar af WD-40 efninu og því er þetta enn betri vara,“ segir Gunnar.

Að lokum eru það viðgerðarstaukar. Þetta er viðgerðarefni, þ.e. sprungufyllir. „Við segjum stundum að þetta sé eins og tveggja þátta trölladeig. Ef þú til dæmis missir eitthvað þungt á stofuborðið þitt svo það hrekkur stykki úr borðplötunni, þá geturðu einfaldlega keypt viðgerðarstauk fyrir tré, hnoðað hann saman og smurt honum í gatið. Og ef þú borar gat á röngum stað í járnstykki getur þú einfaldlega fyllt það upp með viðgerðarstauk fyrir járn og slípað það niður þegar efnið er orðið þurrt,“ segir Gunnar. Fullþornað efni má vélvinna (bora, snitta, fræsa) og mála yfir án formeðhöndlunar.

Þessar framúrskarandi vörur eru allar til sölu í verslun Fossbergs, sem og hjá endursöluaðilum um allt land. Fossberg er til húsa að Dugguvogi 6, Reykjavík. Opið er virka daga frá kl. 8 til 17. Síminn er 575 7600. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni fossberg.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7