fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
FókusKynning

Engin vandamál – bara lausnir

Kynning

Xprent merkir og prentar fyrir almenning og stórfyrirtæki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. mars 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xprent var stofnað haustið 2010 og fagnar sjö ára afmæli í september næstkomandi. Fyrirtækið veitir fjölbreytta þjónustu á sviði merkinga og prentunar fyrir jafnt fyrirtæki sem einstaklinga. „Við sérhæfum okkur í mjög persónulegri þjónustu og ráðgjöf sem tengist öllum helstu merkingum. Við erum með þessar almennu merkingar í verslunum, skrifstofuhúsnæði og þannig lagað. Við erum með nokkra mjög stóra kúnna sem koma reglulega. Þetta eru inni- og útimerkingar, stórar sem litlar,“ segir Konráð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og eigandi Xprents, yfirleitt kallaður Konni.

„Oft koma viðskiptavinir með flókin verkefni eða sérsmíði, en ég sé engin vandamál heldur bara lausnir. Við tökumst á við ýmis flókin verk en afgreiðum þau fagmannlega og höfum gæðin í fyrirrúmi.

Ég er líka með smávörur, límmiða á veggi og símahulstur. Ég flyt inn hulstrin fyrir þessi helstu merki og viðskiptavinurinn getur þá tekið mynd úr símanum sínum eða albúminu sínu og skannað hana inn og sent mér. Þá prenta ég það beint á hulstrið.“

Bílamerkingar eru líka stór þáttur í starfsemi Xprents: „Að merkja bílinn er ódýrasta auglýsingin fyrir viðskiptavininn því hann ekur um á honum og er að auglýsa fyrirtækið í leiðinni. Mér finnst það vera algjör vitleysa að keyra um á ómerktum bíl. Það er nokkuð mikið um það að fyrirtækjabílar séu ómerktir, jafnvel hjá stórum fyrirtækjum.“

Starfsemi Xprents er það fjölbreytt og umfangsmikil að það kemur á óvart að hann Konni starfaði einn í rúmlega sex ár þar til núna nýlega: „Já, ég er ekki lengur einn, ég réð hann Tómas um miðjan desember 2016 og getum við nú tekið að okkur stærri verkefni og afgreitt þau hraðar.“

Viðskiptavinahópur Xprents er óneitanlega fjölbreyttur. Fjölskyldufólk leitar til Xprents um strigamerkingar og ljósmyndir, unglingar kaupa símahulstrin og fyrirtæki nýta sér þjónustu fyrirtækisins í merkingum.

„Þess má geta að ég er með auglýsingapláss á veggnum hérna í Sundaborg og það er mikið notað, er upppantað langt fram í tímann,“ segir Konni.

Xprent er til húsa að Sundaborg 1. Síminn er 777-2700 og netfang: konni@xprent.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7