fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
FókusKynning

Nútímaleg fiskverslun og hágæða sjávarréttastaður

Kynning

Beint úr sjó, Hafnargötu 29, Keflavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 25. ágúst 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beint úr sjó er nútíma fiskverslun og sjávarréttaveitingastaður sem jafnframt hefur hefðbundið fiskmeti í hávegum. Nýlega var staðurinn fluttur frá Fitjum að Hafnargötu 29 í miðbæ Keflavíkur og við það eykst mjög vægi veitingastaðarins sem tekur nú 30 manns í sæti.

Eigendurnir, Bjarni Geir Lúðvíksson (t.v.) og Magnús Heimisson.
Eigendurnir, Bjarni Geir Lúðvíksson (t.v.) og Magnús Heimisson.

„Þetta er orðinn miklu stærri staður og meiri veitingastaður. Við erum með mikið úrval af sushi og við eldum mikið fisk sem fólk velur beint upp úr borðinu. Einnig erum við með Fish and Chips, humarsúpu og sjávarréttasúpu. Fljótlega verðum við síðan með sjávarréttahlaðborð,“ segir Bjarni Geir Lúðvíksson, annar eigenda Beint úr sjó, en hinn eigandinn er Magnús Heimisson. Þeir félagar hafa rekið fisksölu undir nafninu Beint úr sjó í þrjú ár en þeir reka einnig fiskvinnslu í Sandgerði. Hjá Beint úr sjó starfar reynslumikið fólk, sem sumt hvert býr að allt að 30 ára reynslu í faginu.

Bjarni segir aukna fjölbreytni einkenna fiskneyslu landsmanna en hjá Beint úr sjó er kappkostað að bjóða bæði upp á hefðbundið fiskmeti og nútímalega rétti:

„Margir vilja fá sína ýsu og sínar gellur, plokkfisk, fiskibollur og annan hefðbundinn hversdagsmat og við eigum alltaf nóg af slíku. Sushi er á hinn bóginn orðinn einn vinsælasti skyndibiti sem fyrirfinnst og unga fólkið kaupir mikið af því hér. Yngra fólk kaupir líka alls konar tilbúna fiskrétti hér.

Fiskurinn hér kemur beint af fiskmarkaðnum og síðan erum við með vinnsluna í Sandgerði þar sem við verkum fiskinn okkar. Við erum ekkert að verka fisk hér á staðnum og því er engin slorlykt eða óhreinindi í búðinni eða á veitingastaðnum,“ segir Bjarni. Að hans sögn er þegar orðin mikil aðsókn á nýja staðinn eftir opnun í Hafnargötunni og meðal annars koma fjölmargir erlendir ferðamenn. Þeir félagar búa sig undir mikinn mannfjölda á Ljósanótt:

„Við erum mjög spenntir fyrir Ljósanótt og verðum með humarsúpu, Fish and Chips og allt hitt fyrir mannskapinn. Við verðum líka með vínveitingaleyfi og því verður hægt að fá sér hvítvín með sushi-inu eða einfaldlega gæða sér á köldum bjór,“ segir Bjarni.

Hann segir að aukamannskapur verði við störf hjá Beint úr sjó til að anna eftirspurninni:

„Það verður líka hægt að taka matinn með sér og líklega verðum við með sölu hérna fyrir utan. Við erum með annan stað hérna á svæðinu, Thai Keflavík, og þekkjum því vel brjálæðið hér á Ljósanótt. Þetta verður bara gaman og við hlökkum til að næra og gleðja mannskapinn,“ segir Bjarni að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea