fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
FókusKynning

Núna geta bæði strákar og stelpur farið í æfingabúðir Barcelona

Kynning

Skráning stendur yfir!

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. maí 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrra valdi knattspyrnustórveldi FC Barcelona Ísland undir æfingabúðir í knattspyrnu fyrir stúlkur eingöngu, undir heitinu Fótboltaskóli FC Barcelona, í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands. Æfingabúðirnar mæltust afar vel fyrir bæði hjá þátttakendunum og foreldrum stúlknanna en reyndir þjálfarar félagsins þjálfuðu þær eftir frægu æfingakerfi FC Barcelona. Félagið ákvað síðan að bjóða að þessu sinni upp á æfingabúðir fyrir bæði stelpur og stráka á aldrinum 10–16 ára.

Æfingabúðirnar verða á Valsvellinum að Hlíðarenda í Reykjavík dagana 18.–22. júní fyrir pilta og 24.–28. júní fyrir stúlkur. Þeim lýkur með hófi þar sem góðir gestir frá FC Barcelona mæta.​

Æfingatímar:
10–11 ára (f. 2006–2007) – kl. 09.00–11.00
12–13 ára (f. 2004–2005) – kl. 11.30–13.30
14–16 ára (f. 2001–2003) – kl. 14.30–16.30

Allir þátttakendur munu fá til eignar Nike-æfingasett og fótbolta. Þátttökugjald: 36.900 kr.

Sem fyrr segir ríkti mikil ánægja með æfingabúðirnar í fyrra og kemur það meðal annars fram í ágætri umfjöllun á vef Reykjavíkurborgar, þar sem segir meðal annars:

„Fótboltaskóli FC Barcelona hefur gengið eins og í sögu á Valsvellinum við Hlíðarenda undanfarna daga. Veðrið hefur leikið við 300 stúlkur og hóp af þjálfurum, bæði frá Barcelona og Íslandi. Yfirþjálfari fótboltaskóla FC Barcelona, Isaac Oriol Guerrero, segir íslenskar stúlkur einstaklega færar með knöttinn, kurteisar og fljótar að tileinka sér nýja tækni. Miðað við þá gleði og ánægju með þennan skóla þykir nokkuð ljóst að stefnt verður að því að fá þessa glæsilegu fulltrúa aftur til Íslands, en því miður urðu fjölmargar stúlkur að sitja heima þar sem námskeiðið fylltist á skammri stundu.“

Skráning í Fótboltaskóla FC Barcelona 2017 stendur núna yfir á vef Knattspyrnuakademíu Íslands, knattspyrnuakademian.is. Smellið á viðeigandi aldursflokk og þá opnast innskráningarformið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea