fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
FókusKynning

Exton: Heildarlausnir fyrir veislur

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. mars 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ætlar þú að halda veislu í vor eða sumar? Það styttist í vorið og framundan er tíð sem einkennist meðal annars af fermingarveislum, brúðkaupsveislum og útskriftarveislum. Exton er fyrirtæki sem sérhæfir sig í margskonar þjónustu og útleigu búnaðar fyrir veisluhald og aðra viðburði. Til dæmis býður Exton upp á hljóðkerfi, ljósakerfi, sviðspalla, skjái og pappírssprengjur (Confetti) – en þetta er allt búnaður sem þykir orðinn ómissandi í brúðkaupsveislur og hentar líka vel í alls konar aðra viðburði, til dæmis stórafmæli.

Sífellt fleiri kjósa að halda veislur utandyra á vorin og sumrin. Það er bæði hagkvæmt og skemmtilegt að halda stórveislur utandyra og það þarf ekki einu sinni að vera frábært veður til að útiveislan heppnist vel. Exton sérhæfir sig í heildarlausnum fyrir viðburði af þessu tagi og býður upp á allt frá heppilegum útitjöldum til að hýsa veisluna niður í ljós, hitara, borð, stóla og hoppukastala og margt fleira sem hentar í veisluna hvort sem hún er haldin utandyra eða innanhúss.

Veislutjöld fyrir veislur utanhúss hafa verið þróuð með hámarks styrk í huga, fallegt útlit og auðvelda uppsetningu. Viðskipatvinir geta valið um að setja upp tjöldin sjálfir eða fá til þess uppsetningarmenn frá Exton.
Tjöldin eru í mörgum stærðum, eins og hentar eftir stærð veislunnar. Enginn þarf að hafa áhyggjur þó að rigni því það rignir ekki á veislugesti. Í góðviðri eru hliðarnar teknar út og tjaldið verður ein stór sólhlíf.

Exton býður enn fremur upp á partagólf sem eru sérstaklega ætluð fyrir viðkvæma grasfleti. Partagólfin eru fljótlega og þægileg lausn.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.exton.is og í síma 575 4600. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið og núna er rétti tíminn til að fá sérhæfða ráðgjöf sem stuðlar að því að veislan í vor eða sumar verði frábærlega heppnuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7