fbpx
Laugardagur 13.september 2025
FókusKynning

Hraðvirkari og öruggari tölvur

Kynning

Computer.is er með úrval af vönduðum fartölvum til fermingargjafa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. mars 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórt þróunarskref hefur verið stigið hvað varðar geymslurými í einkatölvum: í stað HDD diska eru komnir SSD diskar, sem eru margfalt hraðvirkari og öruggari. HDD eru betur þekktir undir heitinu „harður diskur“ en þeir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir höggum og afskaplega hægvirkir. SSD stendur fyrir Solid State Drive en með því er átt við að engir hreyfanlegir hlutir eru innan disksins sem gerir hann bæði höggheldan og hraðvirkari.

En þó að SSD diskar séu betri geymslustaðir gagna en HHD diskar þá er sú regla áfram í fullu gildi að gögn eru aldrei alveg örugg á einum stað og því skal ávallt gæta þess að taka afrit af viðkvæmum gögnum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Geymslupláss á SSD diskum er yfirleitt lítið í samanburði við HDD diska. Þess vegna er algengt að fólk geymi gögn á flökkurum, eða nýti sér skýjaþjónustur á borð við Google Drive eða Microsoft One Drive.

Verslunin Computer.is, Skipholti 50c, er með mikið úrval af fartölvum með SSD diska. Um er að ræða nokkur af virtustu og traustustu merkjum heims, til dæmis Asus og Lenovo. Vert er að hafa í huga á þessum árstíma að fartölva er kjörin fermingargjöf.

Einnig býður Computer.is upp á In-Win leikjatölvur með þriggja ára ábyrgð sem eru góðar fyrir ákafa tölvuleikjaáhugamenn sem vilja spila alla nýjustu leikina í bestu mögulegu gæðum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Computer.is býður upp á faglega ráðgjöf í tölvumálum, hvort sem um ræðir fartölvur, spjaldtölvur eða turntölvur. Sem fyrr segir er verslunin staðsett í Skipholti 50c en einnig er hægt að panta vörur á netinu og fá fría heimsendingu hvert á land sem er ef pantað er fyrir 5.000 krónur eða meira. Nánari upplýsingar og netverslun eru á www.computer.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri