fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
FókusKynning

Handgerðar japanskar gestabækur í ferminguna

Kynning

Héraðsprent fyrir glæsilegar veislur

Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldufyrirtækið Héraðsprent á Egilsstöðum er rekið af Gunnhildi Ingvarsdóttur og Þráni Skarphéðinssyni. Alls starfa átta manns hjá fyrirtækinu en af þeim eru tvær dætur eigendanna, Ingunn og Hanna, og einn tengdasonur. „Það er til mynd af mér þriggja ára, eitthvað að potast hér um í prentsmiðjunni. Þá var fyrirtækið staðsett í bílskúr, núna erum við í rúmlega 500 fermetra húsnæði. Það má segja að við höfum stækkað smá,“ segir Ingunn og hlær.

Áprentuð boðskort, kerti, servíettur og gestabækur

Héraðsprent prentar meðal annars boðskort fyrir fermingar, servíettur, kerti og gestabækur. „Við erum með mjög gott úrval af boðskortum sem fólk getur auðveldlega gert að sínum, með því að setja til dæmis mynd á og sinn texta. Við vinnum myndirnar og getum lagað þær til, tekið út bakgrunn og þess háttar. Viðskiptavinurinn fær svo að sjá lokaútlit áður en allt er sett í prent. Við getum líka tekið myndir og texta frá viðskiptavinum og sett á kerti. Við erum með mjög mikið úrval af servíettum til að prenta á. Við prentum á þær ýmsar kirkjumyndir eða þríkross og svo texta að ósk viðskiptavinarins. Íslendingar eru nokkuð hefðbundnir í því hvernig þeir vilja hafa servíetturnar,“ segir Ingunn.

Mynd:

Einstakar gestabækur

Einnig býður Héraðsprent upp á einstakar handgerðar og handbundnar gestabækur í japönsku bandi. Viðskiptavinurinn velur bæði borðann sem bundið er með og pappírinn sem fer utan á kápuna. Þá er hægt að velja á milli ýmiss konar fallegs japansks pappírs. Útkoman er glæsileg og einstök í hvert sinn og hafa þessar gestabækur slegið í gegn síðustu ár.

Það gamla og nýja á einum stað

Héraðsprent er svo sannarlega prentsmiðja með sögu. Fyrirtækið var stofnað árið 1972 og var þá önnur tveggja prentsmiðja á Austurlandi ásamt ljósritunarstofu. Héraðsprent er langstærsta prentsmiðjan á Austurlandi og sinnir íbúum Egilsstaða og nágrennis af fagmennsku. „Upphaflega vorum við bara með eina prentvél, sem við eigum reyndar ennþá og notum til þess að þrykkja á poka og þess háttar. Um er að ræða hæðaprent með klisjum og af henni kemur mjög skemmtileg dýpt í prentið. Það kemur svona gamaldags áferð og textinn þrykkist ofan í pappírinn,“ segir Ingunn. „Núna erum við með fjórar prentvélar alls og vorum einmitt að taka eina splunkunýja upp úr kassanum. Þetta er tölvustýrð offset prentvél frá framleiðandanum Heidelberg, sem er þýskt gæðamerki í prentbransanum. Þessi er notuð í stærri verkefni svo sem tímarit og bækur sem og verkefni í stærri upplögum. Mér skilst að þetta sé fyrsta nýja prentvélin sem keypt hefur verið til Íslands síðan árið 2008,“ segir Ingunn.

Flott úrval af servíettum.
Flott úrval af servíettum.

Svansvottað Framúrskarandi fyrirtæki

„Í lok síðasta árs fengum við Svansvottun en það er vottun Norræna umhverfismerkisins. Þá er allt sem viðkemur rekstrinum eins umhverfisvænt og hægt er. Þetta nær ekki bara yfir pappírinn heldur líka yfir öll efni sem notuð eru við prentun, endurvinnslu og fleira. Einnig erum við mjög stolt af því að við fengum nýlega gullmerkið sem Framúrskarandi fyrirtæki frá Credit Info, en við höfum fengið þá viðurkenningu síðan árið 2010,“ segir Ingunn.

Héraðsprent, Miðvangi 1, Egilsstaðir
Sími: 471-1449
Email: print@heradsprent.is
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Héraðsprents og á Facebook-síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7