fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
FókusKynning

Bobby lifði af ferð í þvottavélina

Kom sér fyrir innan um mjúkan þvottinn – Svo fór vélin af stað

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 30. júlí 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kettlingurinn Bobby var grandalaus um hugsanlegar afleiðingar þeirrar hættufarar að koma sér fyrir í þvottavél á heimili sínu í Nottingham á Englandi.

Bobby hafði fundið sér fullkominn stað til að hvíla sig á, innan um silkimjúkan þvottinn sem beið þess að verða þveginn. Það er einmitt það sem gerðist. Lisa Keefe, eigandi Bobby, var búin að setja þvottinn í vélina en brá sér frá í drykklanga stund. Á meðan kom Bobby sér fyrir í þvottavélinni og hann var þar enn þegar Lisa setti vélina af stað og stillti hana á 60 gráður.

Sem betur fer áttaði Lisa sig á að ekki væri allt með felldu þegar hún heyrði einkennileg hljóð koma úr vélinni. Hún stöðvaði vélina og þá kom í ljós að Bobby var í henni.

Lisa fór með kisa litla beinustu leið til dýralæknis sem viðurkennir, í viðtali við BBC, að hann hafi aldrei séð annað eins. Litlu mátti muna að Bobby dræpist og þurfti að gefa honum sprautu til að meðhöndla lost sem hann hafði fengið. Bobby náði samt sem áður góðum bata eftir þetta og fékk hann að fara heim daginn eftir. Lisa segir að Bobby sé var um sig eftir atvikið.

„Hann lærði sína lexíu og kemur ekki nálægt þvottavélinni lengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.01.2025

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla
Kynning
28.12.2024

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 krónur

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 krónur
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika