fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
FókusKynning

Allar gerðir af gámum fyrir einstaklinga og atvinnulífið

Kynning

Stólpi Gámar hafa flutt gámasölu og gámaleigu á nýjan og betri stað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. júlí 2016 05:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Stólpi Gámar flutti nýlega gámasölu og gámaleigu sína á nýjan stað, að Óseyrarbraut 12 í Hafnarfirði. Þar er lokað, afgirt og einstaklega öruggt geymslusvæði. Jafnframt þessu býður fyrirtækið nú upp á þá nýjung í þjónustu sinni að hægt er að vera með gáma fyrir utan afgirta svæðið þar sem notendur þeirra hafa aðgang að þeim allan sólarhringinn, geta gengið að þeim eins og bílskúr. Stólpi Gámar hafa til leigu afar notadrjúga geymslugáma sem koma að fjölbreyttum notum, allt frá geymslu búslóða upp í að nýtast sem aukalagerpláss fyrir verslanir:

„Það er hægt að nýta sér þetta á svo margan hátt – enda er töluvert um að fyrirtæki notfæri sér þessa möguleika. Við getum geymt gáminn sem er í notkun hjá okkur ef óskað er. Snemma á þessu ári keyptum við 100 nýja geymslugáma til að mæta vaxandi eftirspurn en við höfum næga gáma tiltæka til að mæta þessum þörfum fyrirtækja. Þetta eru splunkunýir gámar sem eingöngu eru notaðir til geymslu á búslóðum eða vörum – í þetta fara bara hreinir og þurrir hlutir,“ segir Hilmar Hákonarson, sölustjóri hjá Stólpi Gámar.

Leiga á kæli- og frystigámum hefur jafnframt farið vaxandi hjá fyrirtækinu en fyrir skömmu voru teknir gámar í notkun sem til dæmis fyrirtæki í sjávarútvegi og kjötvinnslu nýta sér mikið. Einnig eru þessir gámar úrræði sem verslanir nýta sér þegar til dæmis kemur upp bilun í kæli. Þessa þjónustu er yfirleitt hægt að fá með engum fyrirvara því Stólpi Gámar hefur nær alltaf tiltæka frystigáma sem eru tilbúnir til notkunar hvenær sem er.

Stólpi Gámar býður þrjár stærðir af frystigámum; tíu feta gáma sem eru þriggja metra langir, 20 feta sem eru sex metra langir og 40 feta sem eru 12 metra langir.

Nánari upplýsingar um gámasölu og gámaleigu hjá Stólpi Gámar er að finna á vefsíðunni stolpigamar.is og í síma 568 0100.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.01.2025

Vetrarhátíð Heklu fer fram um helgina

Vetrarhátíð Heklu fer fram um helgina
Kynning
09.01.2025

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla
Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq