fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
FókusKynning

Snæland: Heitir á grillinu í 30 ár!

Kynning

Eitt besta verðið fyrir alla

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. júní 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snæland leggur aðaláherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á ís og grillmat. Eingöngu er notast við eðalhráefni og hefur SS sérgert alla hamborgara fyrir Snæland síðastliðin fimm ár.
Pétur Smárason er í forsvari fyrir hið rótgróna fjölskyldufyrirtæki, sem áður kallaðist Snælandvídeó, og var á sínum tíma uppspretta góðra vídeóspóla, grillmatar og íss, borgarbúum til mikillar ánægju. Í dag heitir fyrirtækið Snæland og er aðaláherslan nú lögð á ís og grillmat.

Ostborgaramáltíð með gosi á aðeins 1.090 krónur

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„SS er framleiðandi alls kjötmetis sem við notum og hér notumst einnig aðeins við úrvals grænmeti og brauð. Þótt veitingarnar sem við seljum teljist afbragðs góðar þá höfum alltaf stillt verðinu í hóf. Það tekst okkur m.a. með því að lágmarka álagningu. Árið 2008 var sú ákvörðun tekin hjá fyrirtækinu að bjóða því ekki sérstök tilboð heldur stefna frekar almennt að hagstæðu verði. Ostborgaramáltíð með hálfum lítra af gosi frá Vífilfelli kostar t.d. 1.090 krónur hjá okkur í Snælandi.
Frönsku kartöflurnar eru einnig eftirsóttar en við lögðum talsverða vinnu í að finna réttu olíuna og nákvæmlega rétta stillingu á djúpsteikingarpottinn til þess að ná fram þessum bragðgæðum,“ segir hann.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Við erum vinsælir af nágrönnunum í hverfunum þar sem við erum staðsettir en eigum einnig fastakúnna frá öðrum landshlutum, sem heimsækja okkur í bæjarferðum og eins gestir úr öðrum íbúðahverfum,“ segir Pétur brosandi. „Frá upphafi hefur markmið okkar og metnaður í Snælandi fyrst og fremst snúist um að vera ávallt með gott verð og bestu fáanleg gæði í grillmatnum okkar og góðan ís sem enginn stenst. Ímynd Snælands hefur þróast í takt við Dairy Queen í Bandaríkjunum þar sem áhersla er lögð á grill og ís.“

Snælandsbúðirnar er að finna á eftirtöldum stöðum

Laugavegi 164 – Reykjavík
Núplind 1 – Kópavogi
Reykjavíkurvegi 72 og Staðarbergi 2-4 – Hafnarfirði

Opnunartími mán-sun: 10:00 – 23:00
Snæland á Facebook

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.01.2025

Vetrarhátíð Heklu fer fram um helgina

Vetrarhátíð Heklu fer fram um helgina
Kynning
09.01.2025

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla
Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq