fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
FókusKynning

Elsta kaffibrennsla landsins

Kynning

Nýja kaffibrennslan

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýja kaffibrennslan varð til við sameiningu Kaffibrennslu Akureyrar á Akureyri og Ó. Johnson og Kaaber sem var áður til húsa í gamla Ó.J.K.-húsinu við Sætúni í Reykjavík. Þrátt fyrir nafnið er fyrirtækið því elsta kaffibrennsla landsins. Nýja kaffibrennslan er með höfuðstöðvar á Akureyri en sala og dreifing fer fram hjá Ó. Johnson og Kaaber í Reykjavík.

Nýja kaffibrennslan rekur ekki kaffihús eins og aðrar stærstu kaffibrennslur landsins en vörur hennar eru útbreiddar í verslunum auk þess sem hún sér fjölmörgum vinnustöðum fyrir kaffi – skrifstofum og stórum og litlum fyrirtækjum.
„Uppskriftirnar að kaffinu okkar eru byggðar á gömlum grunni sem hefur reynst vel en við höfum tekið aðferðirnar í gegn og aukin gæðastjórnun í framleiðslunni skilar sífellt betri vöru,“ segir Njáll Björgvinsson, vörumerkja- og gæðastjóri.

Hann segir að hráefnið komi víða að úr heiminum, til dæmis frá Brasilíu, Kólumbíu, Afríku og fleiri þekktum kaffiræktunarlöndum. Kaffið er flutt inn beint frá ræktunarlöndum eins og t.d. Brasilíu, Kólumbíu, Kenía o.fl. löndum.

„Við leitumst eftir því að flytja inn gott hráefni og notumst eingöngu við Arabica-kaffi,“ segir Njáll.

Kaffið er ristað daglega í kaffibrennslunni fyrir norðan og því pakkað í loftskiptar umbúðir með einstreymisventli til að tryggja að gæðin haldist sem allra lengst. „Við höfum ávallt mælt með því nota kaffi fljótt því kaffi er ferskvara,“ segir Njáll.

Fyrstu brennsluofninn á Akureyri
Fyrstu brennsluofninn á Akureyri

Yfir 80 ára saga

Allir landsmenn þekkja Braga- og Ríó-kaffi sem enn eru mjög vinsælar kaffitegundir en seinni árin hefur borið meira á Rúbín-kaffinu. Rúbín endurspeglar hefðir og sögu fyrirtækisins í kaffiristun fyrir íslensk heimili í yfir 80 ár. En það er gaman að minnast á það að hér áður fyrr var framleiddur kaffibætir í kaffibrennslunum norðan og sunnan heiða. Á heimasíðu Nýju kaffibrennslunnar, kbr.is, er að finna heilmikinn fróðleik um sögu fyrirtækisins og gagnlegar upplýsingar um vörur þess og þjónustu.

Kaffibrennsla árið 1972
Kaffibrennsla árið 1972

Þar segir meðal annars:
„Nýja kaffibrennslan framleiðir ýmsar tegundir af kaffi og fullyrða má að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi í flórunni okkar. Hvort sem þú kýst að kaupa baunir til að mala heima, malað kaffi fyrir pressukönnuna, kaffi í skömmtum fyrir kaffivélina á vinnustaðnum – eða bara venjulegt kaffi til að hella upp á heima við – þá ættirðu að finna það sem þú leitar að hjá okkur. Að auki framleiðum við líka kaffi sérstaklega fyrir ákveðna viðskiptavini og sérmerkjum þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri