fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
FókusKynning

Krúttlega kaffihúsið í hverfinu

Kynning

Gamla kaffihúsið, Drafnarfelli 8, 111 Reykjavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamla kaffihúsið er hlýlegur staður í Drafnarfelli í Breiðholti. Unnur Arna Sigurðardóttir, einn eigenda þess, er ákaflega ánægð með frábærar móttökur viðskiptavina: „Það var brýn þörf á að fá gott kaffihús í hverfið hér sem er orðið rótgróið. Hér býr margt fólk og alls ekki allir sem vilja fara niður í bæ til þess að fá sér góðan kaffibolla og finnst notalegt að setjast inn hjá okkur,“ segir hún. „Það hefur vakið mikla lukku að við bjóðum einnig upp á mat og við erum t.d. alltaf með tvær mismunandi gerðir af súpum í hádeginu og fínan salatbar. Þannig að það má segja að við séum nokkurs konar bistró. Hádegismatartíminn stendur yfir frá kl. 12.00–14.00.“

Ljúffengar steikur

Unnur segir að matseðillinn sé ekki stór en sætur og með sérvöldum, bragðgóðum réttum, meðal annars ljúffengum steikum. „Gestir hafa verið afar hrifnir af eðalbrauðunum okkar en þau er tvisvar sinnum stærri en hefðbundin rúnnstykki og fyllt með laxi, kjúklingasalati eða mínútusteik.

Á matseðlinum eru nautasteikur með bearnaise- eða piparsósu og fær fólk sér þá gjarnan rauðvínsglas með máltíðinni og röltir svo satt og sátt heim til sín, í göngufæri.

Gamla kaffihúsið okkar er heimilislegt og fólki finnst þægilegt að setjast niður hér og lesa eða spjalla við vinalegan þjóninn. Við erum með bókahillu sem fólk getur seilst í og lesið. Fólk getur bæði tekið bækur og gefið þær sem það hefur lesið og vill að aðrir njóti.“

Kökuhlaðborð á sunnudögum

„Á sunnudögum er alltaf kökuhlaðborð hjá okkur upp á gamla móðinn á milli kl. 15.00–17.00 en það kostar aðeins 2.000 krónur og er kaffi þá innifalið. Þetta er nokkuð sem fólk hefur saknað og þykir dásamlegt að geta tekið upp þennan skemmtilega gamla sið að fara í kaffihlaðborð á sunnudagseftirmiðdögum,“ segir Unnur og brosir hlýlega um leið og hún kemur því á framfæri að hún þakki innilega fyrir frábærar móttökur gesta.

Gamla kaffihúsið, Drafnarfelli 18, 111 Reykjavík. Sími: 511-1180.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
16.05.2025

Sumarsýning Heklu – Nýr og glæsilegur Škoda Enyaq, sértilboð og dagskrá fyrir alla fjölskylduna

Sumarsýning Heklu – Nýr og glæsilegur Škoda Enyaq, sértilboð og dagskrá fyrir alla fjölskylduna
Kynning
10.04.2025

Vorið er komið á Boozt – Endurnýjaðu fataskápinn og heimilið fyrir nýja árstíð!

Vorið er komið á Boozt – Endurnýjaðu fataskápinn og heimilið fyrir nýja árstíð!
Kynning
31.01.2025

Beiersdorf lyftir baráttunni gegn ótímabærri öldrun húðarinnar – Sjáanleg áhrif á 5 mínútum og langtíma meðferð gegn hrukkum

Beiersdorf lyftir baráttunni gegn ótímabærri öldrun húðarinnar – Sjáanleg áhrif á 5 mínútum og langtíma meðferð gegn hrukkum
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ