fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
FókusKynning

Sígræn jólatré með tíu ára ábyrgð

Kynning

Skátabúðin selur hágæða gervijólatré

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skátarnir byrjuðu að selja Sígræna jólatréð – gervijólatré – fyrir 23 árum. Þessi tré endast gríðarlega vel, svo vel að þau eru að erfast á milli ættliða. Þetta er innflutt vara, hágæða tré sem hafa reynst mjög vel. Allur ágóði af jólatréssölunni fer beint í æskulýðsstarf skátanna.“

Þetta segir Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skátabúðarinnar, en gervijólatré frá skátunum eru klárlega mjög góður kostur í þeim tilvikum þegar lifandi jólatré henta ekki. Torfi telur að notkun gervitrjáa fari vaxandi: „Margir verða sífellt þreyttari á öllu barrinu, þrifunum og veseninu sem fylgir lifandi trjám. Og sumir hafa ofnæmi fyrir gróðrinum,“ segir Torfi en telur þó að lifandi jólatré hafi sannarlega mikla kosti og mikinn þokka til að bera. Sígræna jólatréð sé hins vegar góður valkostur til hliðar við þau: „Það er gott að eiga tréð alltaf niðri í geymslu og þurfa ekki að huga að jólatréskaupum fyrir hver jól. Svo er líka gott að geta byrjað að skreyta fyrr fyrir jólin, margir eru farnir að skreyta um miðjan desember og jafnvel fyrr.“

Sígræna jólatréð frá skátunum endist gríðarlega vel og er selt með tíu ára ábyrgð. Hægt er að skipta um einstaka greinar í því, eða eins og Torfi segir sposkur: „Já, það er hægt að fá varahluti.“

Þó að Sígræna jólatréð sé innflutt er það framleitt í samræmi við fyrirmæli frá Skátabúðinni og hannað með þeim hætti að það líkist sem mest normannsþini, sem Íslendingar þekkja vel. Efnið sem notað er í tréð er þykkara en á flestum öðrum trjám og það er jafnframt ekki eins eldfimt og önnur gervitré. Í trénu er þykkara plast en gengur og gerist með gervitré, sem veldur því að greinarnar leggjast síður niður, við geymslu milli jóla, og tréð virkar eðlilegra þegar komið er við það.

Sígræna jólatréð kostar frá 5.900 krónum en mikill fjöldi stærða er í boði og er verðið breytilegt eftir stærðum.

Minnstu trén eru 60 sentimetrar á hæð og þau stærstu heilir fimm metrar. Stærstu trén prýða anddyri í húsnæði ýmissa stórfyrirtækja.

Sígræna jólatréð er til sölu í Skátabúðinni, Hraunbæ 123. Frá og með miðjum nóvember verður hægt að skoða trén uppsett í búðinni. Jafnframt er hægt að kaupa trén í vefversluninni gervijolatre.is. Trén eru þá heimsend hvert á land sem er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri