Ný vara – náttúruleg vörn gegn augnþurrki
Provision heildsala hefur nú sett á markaðinn nýja vöru, ThealozDuo, en það eru augndropar með tvöfalda virkni. Um er að ræða nýja meðferð við meðhöndlun augnþurrks sem sækir innblástur í náttúruna. Til að koma jafnvægi á tárafilmuna er notast við náttúruleg efni, trehalósa og hýalúronsýru, sem smyrja yfirborð hornhimnunnar og gefa henni raka. Gott er að setja dropa í augun ávallt kvölds og morgna, síðan eftir þörfum yfir daginn. ThealozDuo droparnir fást í apótekum.
Trehalósi er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Eðlis- og efnafræðilegir eiginleikar trehalósa gefa efninu verndandi, andoxandi og rakagefandi eiginleika. Þeir vernda og stuðla að jafnvægi í frumuhimnum með því að hindra skemmdir á próteinum og lípíðum, auk andoxunaráhrifa.
Hýalúronsýru er að finna í augunum og hún hefur einstaka getu til að binda vatn. Hún hjálpar til við að smyrja og viðhalda táravökvanum á yfirborði augans.
Augnþurrkur er afar algengt vandamál sem líklega um 15.000 Íslendingar þjást af. Mörgum þykir það sérkennilegt að aukið táraflæði sé eitt algengasta einkenni þurra augna, en sú er raunin.
Tölvunotkun er meðal þess sem getur orsakað augnþurrk. Við blikkum augunum um 40% sjaldnar þegar við horfum á tölvuskjá heldur en þegar við lesum bók. Þetta veldur aukinni uppgufun tára. Viftur í tölvum geta einnig þurrkað upp andrúmsloftið í kringum tölvunotandann.
Snertilinsur valda oft augnþurrki vegna þess að linsurnar soga í sig tár og minnka aðgengi tára að hornhimnu.
Mörg lyf valda augnþurrki, t.d. slímhúðarþurrkandi lyf (decongestants), mörg ofnæmislyf, þvagræsilyf, betablokkar (háþrýstingslyf), ýmis svefnlyf, þunglyndislyf, verkjalyf. Þess má geta að alkóhól minnkar táraframleiðslu.
Einnig er mjög þurrt loft á Íslandi. Við erum mikið þar sem er loftræsting, t.d. á vinnustöðum, skólum í bílnum og fleiri stöðum. Frjókornaofnæmi og önnur ofnæmi erta oft augun. Gjólan og rokið hér á landi valda einnig oft miklu táraflæði.
ThealozDuo lausnin styrkir tárafilmuna sexfalt lengur en hýalúnsýra ein og sér. Marktæk aukning verður á þykkt tárafilmunnar sem verndar augað. Áhrifin vara í fjórar klukkustundir, samanborið við u.þ.b. 40 mínútur einungis með hýalýronsýru.
Handhæg fjölskammtaflaska sér til þess að augndroparnir eru sérlega mildir fyrir augun. Þeir eru án rotvarnarefna og henta því vel þeim sem nota augnlinsur. Nota má flöskuna í allt að 3 mánuði eftir opnun. Síuhimna er í tappanum sem ver lausnin og kemur í veg fyrir að bakteríur berist á milli.
Sem fyrr segir er gott að setja dropa í augun ávallt kvölds og morgna, síðan eftir þörfum yfir daginn. ThealozDuo droparnir fást í apótekum.
Provision heildsala, sem flytur inn ThealozDuo augndropana, var stofnuð árið 2007. Fyrirtækið hefur meðal annars það hlutverk að opna augu almennings fyrir augnheilbrigði. Markmið fyrirtækisins er að létta fólki lífið sem haldið er augnsjúkdómum. Því leitast fyrirtækið við að finna vörur sem hafa eitthvað meira fram að færa en þær sem fyrir eru á markaðnum.