fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
FókusKynning

Taqueria: Mexíkóskur matur í Ármúlanum

Kynning

Þekkt fyrir mjúkar og ljúffengar taco-skeljar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. júlí 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taqueria er mexíkóskur veitingastaður sem var opnaður í október í fyrra. Reksturinn hófst þó fyrr þegar eigendurnir voru með matarvagn á sínum snærum í miðbæ Reykjavíkur sem sló samstundis í gegn og var valinn besti matarvagn borgarinnar í fyrrasumar af blaðinu Grapevine. En í febrúar á þessu ári opnuðu sömuu aðilar nýjan veitingastað í Ármúla þar sem fólk getur setið og notið matarins. Hafdís Haraldsdóttir afgreiðslustjóri segir að fólk hafi tekið veitingastað með mexíkóskum áherslum fagnandi og mikið sé um að starfsmenn fyrirtækja í hverfinu komi og njóti veitinga hjá þeim í hádeginu.

„Viðskiptavinir okkar koma þó ekki bara héðan úr hverfinu heldur víðs vegar að úr borginni,“ segir hún. „Við erum mexíkóskur staður, skyndibita- og grænmetis- og „vegan“-veitingahús. Það hefur vakið athygli og ánægju margra því ekki er um auðugan garð að gresja hvað varðar úrval af „vegan“-stöðum.

Við erum á Facebook og þar má sjá fjölmörg ummæli glaðra viðskiptavina sem kunna að meta þessa skemmtilegu viðbót í veitingaflóru landsmanna.“

Happy Hour hefst í hádeginu

„Við opnum klukkan 11 og erum með Happy Hour til kl. 18.00. Annars er opið til kl. 21.00 alla daga nema sunnudaga.
Við erum þekkt fyrir taco-skeljarnar okkar sem eru búnar til á staðnum og eru mjúkar og ljúffengar. Þeir sem þekkja alvöru mexíkóskan mat vita að þannig eru þær bestar. Við vinnum með mjög gott hráefni; allt ferskt og búið til á staðnum og allir ættu að finna eitthvað gómsætt við sitt hæfi.“

Salarleiga ef óskað er

„Salinn okkar er hægt að leigja en hann tekur 50 manns í sæti. Þegar fólk er með hann á leigu þá lengist opnunartíminn til klukkan eitt eftir miðnætti.“

Taqueria, Ármúli 21, s: 552 4343
Opnunartími: 11.00–21.00 alla daga nema sunnudaga.

Facebook síða Taqueria

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7