fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025

Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk!

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. nóvember 2016 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig á að efla Samfylkinguna á ný til þess að hún geti gegnt sínu hlutverki sem flokkur jafnaðarmanna ? Spurt hefur verið: Er klassískur jafnaðarmannaflokkur ef til vill orðinn tímaskekkja? Ég svara því neitandi. Flokkur jafnaðarmanna á enn erindi við Íslendinga, þrátt fyrir miklar breytingar á þjóðfélaginu og bætt kjör verkalýðsins frá árdögum verkalýðshreyfingarinnar. Aðalbaráttan er ekki í dag eins og í upphafi: Barátta fyrir brauði og fyrir því að komast af. Nú er það barátta fyrir bættum kjörum allra launþega og einkum þeirra lægst launuðu, barátta fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja og fyrir hagsmunum allra þeirra, sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni. Og því miður býr enn í dag alltof stór hópur fólks við sára fátækt, þar á meðal mörg börn og hópur lífeyrisþega.

Samfylkingin á að vera launþegaflokkur

Ég mun nú lýsa í stórum dráttum því, sem ég tel að Samfylkingin eigi að leggja höfuðáherslu á, en ég tel að þau mál muni stuðla að eflingu flokksins . Okkar höfuðmarkmið á að vera að berjast fyrir launþega landsins. Allir launþegar, verkamenn, sjómenn, iðnaðarmenn, skrifstofumenn, verslunarmenn og allir aðrir, sem selja vinnu sína eru verkalýður Íslands, sem Samfylkingin á að berjast fyrir sem jafnaðarmannaflokkur. Við þurfum að efla tengsl okkar við verkalýðshreyfinguna. Samfylkingin á að vera launþegaflokkur, verkalýðsflokkur. Þótt þetta markmið eigi að vera í forgangi breytir það því ekki, að Samfylkingin á einnig að berjast fyrir smáatvinnurekendur (smáfyrirtæki) og smábændur, sem oft eiga í höggi við stóratvinnurekendur og verða fyrir barðinu á samkeppnishömlum. Samfylkingin á að gæta þess, að heilbrigð samkeppni ríki og að ekki sé reynt með samkeppnishömlum að hindra eðlilega starfsemi smáatvinnurekenda. Þess vegna þarf ætíð að gæta þess, að samkeppnislöggjöf og neytendalöggjöf sé nægilega fullkomin. Samfylkingin á að berjast gegn einokun, gegn hvers konar samkeppnishömlum. Samfylkingin á að vera neytendaflokkur. Samfylkingin á að vera brjóstvörn einyrkja og annarra smáatvinnurekenda. Samfylkingin á að berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Samfylkingin er sósíaldemókratískur flokkur; aðhyllist blandað hagkerfi eins og bræðraflokkarnir í Evrópu.

Á að berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja

Af því sem nú hefur verið sagt er ljóst, að ég tel að Samfylkingin eigi fyrst og fremst að vera launþegaflokkur og flokkur lífeyrisfólks. Ekki er víst að allir jafnaðarmenn séu sammála um það. En ég er eindregið þessarar skoðunar. Ég tel að Samfylkingin eigi, sem jafnaðarmannaflokkur, að safna sem flestum launþegum undir merki sitt. Þegar það hefur tekist að verulegu leyti, getur Samfylkingin sótt inn að miðjunni en fyrr ekki. Samfylkingin á að hlusta á launþega og taka upp sem flest baráttumál þeirra. Samfylkingin á einnig að berjast fyrir hagsmunamálum neytenda. Og mjög mikilvægt verkefni Samfylkingarinnar er að berjast fyrr bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Hluti lífeyrisþega á við mjög bág kjör að búa, hefur varla í sig og á þótt fráfarandi ríkisstjórn hafi þóst vera að bæta kjör þeirra. Sem fyrr segir býr hluti lífeyrisþega við sára fátækt og það er verkefni Samfylkingarinnar að berjast gegn fátækt á Íslandi hvar sem hana er að finna. Það á að vera eitt helsta verkefni Samfylkingarinnar að útrýma fátækt.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úr Kópavoginum í Víkina

Úr Kópavoginum í Víkina
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Erlend kona hefur setið í gæsluvarðhaldi á Íslandi síðan í byrjun september

Erlend kona hefur setið í gæsluvarðhaldi á Íslandi síðan í byrjun september
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir