fbpx
Mánudagur 15.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Banabiti í Blenheim

Morfínfíkn herjaði á herlækninn fyrrverandi – Fjárhagsvandann varð að leysa

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 11. mars 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni var læknir að nafni George Henry Lamson. Hann var enskur og hafði dvalið um skeið utan landsteinanna og sinnt læknisstörfum á vegum breska hersins.

Um síðir sneri hann þó heim til Englands, kvæntist og árið 1880 fjárfesti hann í eigin læknastofu í Bournemouth. Læknastofuna kostaði hann með því að seilast í pyngju eiginkonu sinnar, en hún og bræður hennar tveir höfðu erft eignir foreldra sinna og voru ekki á nástrái.

Árið 1879 dó annar bræðranna og með einhverjum hætti rataði arfur hans, 700 sterlingspund, í vasa læknisins.

Morfínfíkill

Læknastofan reyndist slæm fjárfesting. Svo litlu skiluðu læknisstörfin að Lamson seldi stofuna. Til að bæta gráu ofan á svart hafði Lamson ánetjast morfíni þegar hann var herlæknir  á Balkanskaganum. Svo mikið kreppti skóinn fjárhagslega að hann neyddist til að veðsetja sitt lítið af hverju, þar á meðal læknisáhöld sín og úr. Þegar þarna var komið sögu var Lamson um þrítugt.

Lausn í augsýn

Lamson taldi sig þó sjá leið út úr ógöngunum. Þannig var mál með vexti að eftirlifandi bróðir eiginkonu Lamson, Percy John, 18 ára, var bæklaður og notaðist við hjólastól. Percy John stundaði nám í Blenheim House-skólanum í Wimbledon og 2. desember, 1881, sendi  Lamson sendi honum bréf. Í því boðaði komu sína daginn eftir; hann vildi aðeins sjá drenginn áður en hann sjálfur héldi til Frakklands.

Ein sneið á mann

Klukkan sjö að kvöldi næsta dags bankaði Lamson upp á í Blenheim House. John Percy var borinn í hjólastólnum upp í matsalinn þar sem Lamson beið hans. Innan skamms bættist skólastjórinn í hópinn og yfir sérríglasi ræddu þeir lífsins gagn og nauðsynjar.

Lamson hafði komið færandi hendi og dró úr pússi sínu þrjár sneiðar af Dundee-köku. Hann rétti skólastjóranum eina sneið, Percy John eina og gæddi sér sjálfur á þeirri þriðju.

Lyfjahylki og sykur

Lamson var einnig með tóm lyfjahylki sem hann sagðist vilja gefa skólanum. Þá yrði hægara um vik að gefa drengjunum lyf ef nauðsyn krefði.

Til að sýna hve þægileg þessi hylki væru í notkun bað hann skólastjórann og koma með smávegis af sykri. Setti hann síðan sykurinn í hylkið og sagði Percy John að gleypa það, sem hann og gerði.

Nú en Lamson var ekki til setunnar boðið, að eigin sögn, þurfti enda að ná ferjunni til Frakklands. Bað hann því skólastjórann og Percy John vel að lifa og kvaddi.

Grunur um eitrun

Tíu mínútum síðar var ljóst að velfarnaðarkveðjur læknisins náðu ekki til unga mannsins. Percy John varð fárveikur og fjórum tímum síðar kaldur nár.

Þegar lögreglu bar að garði viðruðu læknar skólans þær grunsemdir sínar að Percy John hefði verið byrluð ólyfjan og óhjákvæmilega datt lögreglunni Lamson fyrst í hug.

Lamson kom til Englands fimm dögum síðar, frá Frakklandi, og fór beina leið til Scotland Yard og sagðist vilja leiðrétta einhvern misskilning. Lamson var handtekinn með það sama.

Tveir plús tveir

Það sem Lamson ekki vissi var að á meðan hann var fjarverandi hafði fyrirtæki nokkuð sem hafði útvegað honum akonitín, eitur unnið úr blóminu bláhjálmi, sett sig í samband við lögregluna. Þar á bæ höfðu starfsmenn lesið um málið í dagblöðum og lagt saman tvo og tvo.

Það taldist litlum vafa undirorpið að Lamson hefði laumað eitrinu í sneið Percy John, enda hefði hann komist yfir 1.500 sterlingspund ef hann geispaði golunni.

Gekkst við glæpnum

Lyfjahylkið hafði Lamson hugsað til afvegaleiða rannsóknarlögregluna, en það hafði mistekist með öllu. Réttað var yfir George Henry Lamson í Old Bailey og hann sakfelldur fyrir morðið á Percy John.

Síðar gekkst hann við glæp sínum og 28. apríl, 1882, sá böðullinn William Marwood um að smeygja lykkjunni um háls hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 klukkutímum

250 litir: Gott orðspor er gulli betra

250 litir: Gott orðspor er gulli betra
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Ungur maður handtekinn vegna morðsins á Dr. Suzanne Eaton

Ungur maður handtekinn vegna morðsins á Dr. Suzanne Eaton
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Rútu bjargað í Þórsmörk

Rútu bjargað í Þórsmörk
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Tvö börn greind með E. coli sýkingu í dag

Tvö börn greind með E. coli sýkingu í dag
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn logar

Sjálfstæðisflokkurinn logar
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Björn segir skopmyndateiknara Morgunblaðsins ekkert fyndinn: „Áróður reistur á upplýsingafölsunum“

Björn segir skopmyndateiknara Morgunblaðsins ekkert fyndinn: „Áróður reistur á upplýsingafölsunum“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur segir Ingólfstorg það ljótasta í heimi

Fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur segir Ingólfstorg það ljótasta í heimi