fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Blóðugt uppgjör: Hvaða mál Einar hugðist gera upp er enn á huldu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hálf sex leytið mánudaginn 15. ágúst 1977 voru eldri hjón á ferðinni skammt frá Elliðavatni. Þannig var mál með vexti að þau dvöldust gjarna við vatnið um sumur og fátt sem gaf til kynna að þessi dagur yrði öðruvísi en aðrir. Sú varð þó raunin.

Ekki allt með felldu

Hjónin óku fram á kyrrstæða, ljósbláa Peugeot-bifreið sem lagt hafði verið gegnt akstursstefnu við afleggjarann að Rauðhólum. Var bifreiðin með sænskt skrásetningarnúmer.

Við nánari athugun varð hjónunum strax ljóst að ekki var allt með felldu. Undir stýri sat ungur maður, Einar Hjörtur Gústafsson, og var verulega af honum dregið. Í sætinu við hliðina var ung kona og litlum vafa undirorpið að hún var látin. Var þar um að ræða Halldóru Ástvaldsdóttur, unnustu Einars.

„Ég skaut mig“

Skömmu síðar kom þar að Reynir Sveinsson, bóndi á Elliðavatni, og var fjórtán ára dóttir hans með í för. Þegar feðginin komu að bifreiðinni stundi Einar Hjörtur: „Ég skaut mig.“

Nánast í sömu andrá bar þar að þriðja bílinn og sendi Reynir bílstjórann tafarlaust af stað til að gera lögreglu viðvart. Hófst Reynir síðan handa við að stöðva blæðinguna, en Einar Hjörtur hafði skorið á slagæðar á báðum úlnliðum með rakvélarblaði.

Haskaði Reynir sér síðan heim að Elliðavatni, hringdi í lögregluna og ítrekaði hjálparbeiðnina. 

Með .22 kalíbera riffil

Þegar lögreglan kom á vettvang var Einar með .22 kalíbera rússneskan riffill, með sex skota magasíni, í höndunum. Hann veitti þó ekkert viðnám og var opinskár um það sem gerst hafði. Lík Halldóru var flutt á brott og Einari Hirti komið undir læknishendur.

Ekki var unnt að yfirheyra Einar frekar enda illa haldinn á hvort tveggja líkama og sál. Þó lá fyrir að hann hafði skotið unnustu sína nokkrum skotum í háls og höfuð. Síðan reyndi hann að svipta sig lífi með skoti í hjartað. Hann hæfði ekki og kúlan fór í gegnum líkama hans. Greip Einar þá til þess ráðs að skera á slagæðar í úlnliðum, eins og fyrr segir.

Í stuttu fríi

Um Einar Hjört og Halldóru var það vitað að þau voru 22 ára og höfðu verið búsett í Nyköping í Svíþjóð í tæpt ár. Þau höfðu komið til landsins með Smyrli þremur dögum áður og hugðust halda heim til Nyköping einhvern næstu daga.

Þegar unnt var að yfirheyra Einar Hjört sagði hann að ástæða þess að hann réð unnustu sinni bana hefði verið einhvers konar uppgjör, án þess þó að fara nánar út í þá sálma.

Tvö skot í höfuð og eitt í háls

Að hans sögn höfðu þau ekið út á vegarkafla ekki langt frá Norðlingabraut. Þar hafði hann stigið út úr bílnum og tekið sér riffil í hönd. Síðan skaut hann Halldóru inn um opnar dyrnar. Hann skaut nokkrum skotum og hæfðu þrjú skot Halldóru; tvö í höfuðið og eitt fór í gegnum hálsinn.

Síðan settist Einar í bílstjórasætið og breiddi teppi yfir lík Halldóru. Sem fyrr segir reyndi hann að svipta sig lífi og sagðist hann hafa ekið inn í Rauðhóla með það fyrir augum að láta sér blæða þar út.

Einar var síðar dæmdur til 16 ára fangelsisvistar, en dómurinn síðan mildaður í 14 ár. Hann lést 1979, skömmu eftir að dómur í máli hans féll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 klukkutíma
True stelur senunni
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Ásta Guðrún segist með áfallastreitu vegna Birgittu: „Ég er með kökk í hálsinum af kvíða“

Ásta Guðrún segist með áfallastreitu vegna Birgittu: „Ég er með kökk í hálsinum af kvíða“
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“
433
Fyrir 4 klukkutímum

Robson myndi alltaf halda Pogba – Eru hann og Raiola ekki sammála?

Robson myndi alltaf halda Pogba – Eru hann og Raiola ekki sammála?
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Var Leifur Eiríksson dópisti? – Leifar af kannabisplöntum fundust á Nýfundnalandi

Var Leifur Eiríksson dópisti? – Leifar af kannabisplöntum fundust á Nýfundnalandi
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu