fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Vegfarendum var verulega brugðið þegar þeir gengu framhjá gámnum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að vegfarendum sem áttu leið framhjá ruslagámi í borginni Bergen í Noregi hafi brugðið nokkuð á dögunum. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér var engu líkara en einhverju hræðilegu hefði verið komið fyrir í gámnum.

„Ég hélt fyrst að ég væri loksins kominn í kynni við Jabba the Hutt,“ sagði blaðamaður Fanaposten í Noregi um það þegar hann var sendur á vettvang til að kanna málið. Blaðinu höfðu borist ábendingar um að einhverju dularfullu hefði verið komið fyrir í gámnum.

Við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós að það sem var í gámnum var ekkert svo hræðilegt. Í nágrenninu stendur yfir undirbúningur vegna opnunar Dominos-pítsustaðar og var um að ræða deig sem notað er til undirbúnings fyrir starfsfólk.

Bakarar þurfa að kunna réttu handtökin við framleiðslu á deiginu sem síðan er hent í ruslið. Svo virðist vera sem starfsfólkið hafi gleymt að gera ráð fyrir að deigið myndi lyfta sér og urðu afleiðingarnar þessar.

„Að sjálfsögðu er þetta algjörlega óásættanlegt og þessi mistök munu ekki endurtaka sig,“ segir Kenneth Lorentzen, framkvæmdastjóri Dominos í Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda