fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Frá fjöldamorðum til frægðar

Ungur að árum myrti Goyo fjórar konur – Varð að lokum lögfræðingur

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 2. júlí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Mexíkóborg fæddist, árið 1915, sveinbarn sem fékk nafnið Gregorio Cárdenas Hernández. Gregorio, sem fékk síðar gælunafnið Goyo, sýktist af heilabólgu í bernsku og talið er að það hafi átt sinn þátt í undarlegri hegðun hans á æskuárum, sem meðal annars birtist í grimmd gegn dýrum.

Nú, hvað sem því líður þá fékk Goyo styrk frá Petróleos Mexicanos, PEMEX, ríkisolíufyrirtæki, til að stunda nám í efnafræði við Nacional Autónoma-háskólann í Mexíkóborg.

Fjögur morð

Segir fátt af högum Goyo þar til í ágúst árið 1942 þegar hann, í ágúst og september, tók upp á því, einhverra hluta vegna, að myrða konur. Þegar þar var komið sögu bjó Goyo í Tabuca-hverfinu í norðvesturhluta Mexíkóborgar og þann 15. ágúst fékk hann í heimsókn sextán ára vændiskonu, Maríu de los Ángeles González.

Að samförum þeirra loknum kyrkti Goyo hana og gróf líkið í garði sínum. Á næstu vikum myrti Goyo tvær vændiskonur til viðbótar; Rosu Reyes og Raquel Martínez de León, sem báðar voru sextán ára.

Að lokum myrti hann nítján ára skólasystur sína, Gracielu Ara Ávalos. Öll fórnarlömb sín gróf Goyo í garði sínum.

Handtaka og flótti

Vafstur Goyo í garðinum vakti að lokum grunsemdir nágranna hans sem höfðu samband við lögregluna, en áður en hún hófst handa við uppgröft í garðinum innritaði Goyo sig sjálfur á geðsjúkrahús.

Hann var handtekinn 7. september 1942 og settur á bak við lás og slá í Lecumberri-fangelsinu, sem ku hafa verið nokkuð illræmt tukthús.

Við réttarhöldin játaði Goyo sekt sína og fékk lífstíðardóm fyrir vikið. Þetta sama ár tókst honum að flýja úr fangelsinu og fór til Oaxaca, en lögreglan náði í skottið á honum skömmu síðar.

Frægð og frami

Goyo naut þess vafasama heiðurs að verða fyrstur fjöldamorðingja Mexíkó til að fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum landsins. Næstu árin varð vart nokkurra hermikráka sem líktu eftir morðunum sem hann framdi og klámmynd, sem byggði á sögu hans, var gerð.

Sjálfur dundaði Goyo við bókarskrif og lauk meðal annars við þrjár bækur í prísundinni. Einnig var hann iðulega spurður spjörunum úr af sál- og glæpafræðingum. Goyo sat ekki auðum höndum því auk þess að fást við skrif lærði hann einnig að leika á píanó, kvæntist og eignaðist fjögur börn með eiginkonu sinni.

Náðun og lögfræði

Luis Echeverría, þáverandi forseti Mexíkó, sá aumur á Goyo árið 1976 og náðaði hann. Goyo var boðið að halda tölu á löggjafarþingi Mexíkó og var nánast hylltur sem hetja væri. Honum var hampað sem „frábæru dæmi“ og „skýru tilfelli velheppnaðrar endurhæfingar.“

Goyo lærði lögfræði og starfaði sem slíkur til dauðadags árið 1999.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu