fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Dæmdur í sex mánaða fangelsi eftir að þessi mynd birtist

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 26. desember 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Mulholland, tuttugu og fimm ára þakviðgerðamaður, hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi eftir að mynd af heimskupörum hans birtist opinberlega.

Á myndinni, sem sést hér að ofan, stendur David ofan á stálgrind húss í miðborg Manchester. Ljóst má vera að illa hefði farið hefði David misst jafnvægið og hlaut hann einmitt dóminn fyrir að brjóta gegn ákvæðum laga um öryggi á vinnustöðum.

Það voru starfsmenn í húsi í næsta nágrenni sem tóku myndina þann 21. janúar síðastliðinn og sendu hana til Vinnueftirlitsins í Manchester. Þegar forsvarsmenn þess mættu á vettvang viðurkenndi David að hafa gengið ofan í grindinni án þess að nota til þess þar til gerðan öryggisbúnað.

Fyrir dómi sagðist David ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni fyrr en hann sá myndina. Sagði hann að vinna við að klára húsið, sem í dag er hótel, hafi verið þremur vikum á eftir áætlun. Hann hafi því brugðið á það ráð að leita allra leiða til að ljúka vinnunni sem fyrst.

Dómari mat þær útskýringar ekki beinlínis til refsilækkunar og fór svo að hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Dómurinn er þó skilorðsbundinn til átján mánaða og svo lengi David heldur sig á mottunni getur hann um frjálst höfuð strokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Um hvaða vælukór er Arnar að tala?

Um hvaða vælukór er Arnar að tala?
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham