fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

72 ára fangi tekinn af lífi: Síðasta máltíðin var kjúklingur með hrísgrjónum

Sat á dauðadeild í tæp 40 ár – Reyndi að fá dauðadómnum hnekkt

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2016 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötíu og tveggja ára fangi, Brandon Astor Jones, var tekinn af lífi í gærkvöldi eftir að hafa setið á dauðadeild vegna morðs sem hann hann framdi árið 1979, eða fyrir tæpum 40 árum.

Brandon var ákærður og síðar dæmdur fyrir að skjóta starfsmann verslunar til bana þegar hann framdi vopnað rán. Brandon var tekinn af lífi með banvænni sprautu.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að Brandon hafi hafnað því að borða sérstaka máltíð áður en hann var tekinn af lífi. Venja er að fangar geti valið sér mat að eigin vali áður en þeir eru teknir af lífi. Borðaði hann þess í stað kjúkling með hrísgrjónum og gulrófum eins og aðrir fangar.

Brandon er fimmti elsti maðurinn í sögu Bandaríkjanna til að vera tekinn af lífi. Annar maður sem einnig var ákærður og dæmdur vegna málsins, Van Roosevelt Solomon, var tekinn af lífi árið 1985.

Lögfræðingar Brandons reyndu fram á síðustu stundu að fá dauðadómnum hnekkt en án árangurs. Hópur fólks sem er á móti dauðarefsingum kom saman fyrir utan fangelsið í Georgíuríki þar sem Brandon var tekinn af lífi og mótmælti.

Árið 1989 fóru fram ný réttarhöld í málinu gegn Brandon þegar í ljós kom að kviðdómendur tóku með sér biblíu inn í fundarherbergi þar sem rökræður fóru fram um hæfilega refsingu. Byggðu verjendur Brandons málatilbúnað sinn að sakfelling hans hefði verið byggð á ritningunni en ekki lögum.

Dómurinn var hins vegar staðfestur árið 1997.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn