fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
Leiðari

Að deyja úr skömm

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 11. september 2020 21:30

Tobba Marinós ritstjóri DV / Monica Lewinsky Mynd samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari helgarblaðs DV sem kom út í dag 11.sept.2020
Höfundur: Tobba Marinósdóttir 

Ég er nokkuð vel gefin, með tvær háskólagráður og er almennt bara fær um að vera til friðs – svona almennt. Dett stundum í dólginn en það gefur lífinu lit. Það gerist á bestu bæjum – jafnvel „á vesturbænum“, eins og lítið skott sem ég þekki segir þegar hún gerir eitthvað af sér.

Mikið hefur farið fyrir umræðum um dómgreindarbresti og skömm ýmiss konar. Drusluskömm, skömm fyrir að vera kona, skömm fyrir að vera ung, skömm fyrir að vita ekki hvað meðlimir enska landsliðsins heita.

Já bara skammist ykkar. Skamm fyrir alls konar!

Ég hef oft verið skömmuð. Stundum af ástæðu en oft bara „af því bara“. Ég hef verið skömmuð af ókunnugri konu fyrir að drekka kaffi á meðan ég var ólétt. Skömmuð fyrir að segja hvað mér finnst, fyrir að finnast eitthvað annað en hinum, fyrir að vera í of háum hælum, fyrir metnað, fyrir metnaðarleysi, fyrir útlit og ég hef verið skömmuð fyrir að vera skömmuð. „Ekki láta vaða svona yfir þig.“

Skamm!

Í liðinni viku fengu tvær ungar konur margar tilefnislausar skammir. Þær svöruðu fyrir sig fullum hálsi enda ekki ástæða til annars. Þær höfðu ekkert rangt gert. Ég verð þó að viðurkenna að mér fannst íslenskir fjölmiðlar ekki missa sig í „fávitaskap“ heldur fjalla um málið á þeim forsendum sem það var; brot manna sem komu til landsins á undanþágu á sóttvarnalögum á mjög viðkvæmum tímum. Ekki var verið að hnýta í konurnar eða tala þær niður.

Almenningur hins vegar tók það að sér að úthrópa tvær einhleypar konur fyrir kvöldheimsókn. DV lokaði fyrir athugasemdakerfið á allar fréttir tengdar málinu, eftir að hafa fylgst með athugasemdum, og eytt þeim og „bannað“ einstaklinga í athugasemdakerfinu til að byrja með. Það er alveg galið hvað fólk skrifar undir nafni og mynd. Og nú er ég til í að henda í SKAMM. Skammist ykkar fyrir að úthrópa fólk gegnum lyklaborðið. Hella yfir það mannskemmandi fúkyrðum og viðbjóði – af því bara!

Sálarlíf fólks er ekki leikur sem hægt er að spila þar til gerandinn fær nóg, slekkur á, og fer að sofa. Löngu eftir að gerandinn er búinn að fá nóg rúllar skömmin og skítkastið í huga þess sem verður fyrir aðkastinu. Athugasemdirnar hrúgast upp í heilt fjall af viðbjóði sem kroppar í heimsmynd sem áður var skýr. Sjálfsmynd sem áður gekk upp.

Það tók Monicu Lewinsky 20 ár að skila skömminni og verja sjálfa sig eftir að upp komst um samband hennar og Bills Clinton. Hún flutti inn til móður sinnar sem sat yfir henni á kvöldin og bað hana að hafa baðherbergishurðina opna þegar hún færi í sturtu af ótta við að hún myndi skaða sig ef hún fengi næði til þess.

Það var rétt hugsað hjá móður hennar, því Lewinsky játaði síðar að skömmin hafi nánast kostað hana lífið. Það var samkennd fjölskyldu hennar og vina – og jafnvel ókunnugra sem hélt í henni lífinu.

Skömm þrífst nefnilega ekki í samkennd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Engin smit í gær
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar fær nýjan óuppsegjanlegan samning í Víkinni

Arnar fær nýjan óuppsegjanlegan samning í Víkinni
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Vinur Ebbu Guðnýjar var dæmdur fyrir morð – „Það var mikið áfall fyrir okkur“

Vinur Ebbu Guðnýjar var dæmdur fyrir morð – „Það var mikið áfall fyrir okkur“
433
Fyrir 6 klukkutímum

Langskot og dauðafæri – Tapar Liverpool?

Langskot og dauðafæri – Tapar Liverpool?
433
Fyrir 6 klukkutímum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 270 milljónir í pottinum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 270 milljónir í pottinum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
Engin smit í gær
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Meirihlutinn í Reykjavík vildi ekki kortleggja asbest í leik- og grunnskólum – Getur valdið lungnakrabbameini

Meirihlutinn í Reykjavík vildi ekki kortleggja asbest í leik- og grunnskólum – Getur valdið lungnakrabbameini
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslandsvinurinn gjörsamlega brjálaður eftir Twitter færsluna í gær

Íslandsvinurinn gjörsamlega brjálaður eftir Twitter færsluna í gær