fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

Lof og last vikunnar

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 11. maí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lof: Hatari

Óhætt er að segja að Hatarahópurinn hafi slegið í gegn í Ísrael og er okkar framlag það umtalaðasta af öllum. Stórir fjölmiðlar sem lesnir eru um allan heim hafa sýnt þeim áhuga, þar á meðal The Guardian og The Economist. Hatari hefur verið í áttunda sæti hjá veðbönkum en nú eru sumir farnir að spá þeim betra gengi, jafnvel sigrinum. Íslendingar eru ein af þeim þjóðum sem hafa keppt lengst án þess að vinna. Ekkert framlag okkar hefur komist upp úr undankeppni síðan Pollapönk árið 2014. DV hefur fulla trú á að Hatari fari langt í keppninni.

Last: Kópavogsbær og aðrir slóðar

Sveitarfélög hafa tekið NPA-reglugerðina um réttindi fatlaðs fólks misföstum tökum. Kópavogur er eitt af þeim sveitarfélögum sem hafa trassað að innleiða hana og kemur það niður á fötluðu fólki sem þar býr. Ásta Dís Ástráðsdóttir var í viðtali hjá RÚV um málið, en hún er fjölfötluð og býr í Kópavogi. Seinkunin kemur niður á henni persónulega varðandi greiðslur á launum og orlofsuppbót. DV hvetur þau sveitarfélög sem vita upp á sig skömmina til að leiðrétta þetta óréttlæti sem fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Barcelona tekið af lífi í spænskum miðlum og Yamal sagður ósýnilegur

Barcelona tekið af lífi í spænskum miðlum og Yamal sagður ósýnilegur