fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fréttir

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. febrúar 2023 07:00

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, segir að Kremlverjar hafi safnað fjölmennu herliði saman og muni væntanlega „reyna eitthvað“ þann 24. febrúar þegar eitt ár verður liðið frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu.

BBC skýrir frá þessu. Í september tilkynnti Vladímír Pútín um herkvaðningu 300.000 manna. Reznikov segir að hugsanlega hafi miklu fleiri en 300.000 verið herkvaddir og sendir til Úkraínu. „Þeir tilkynntu opinberlega um 300.00 en það sem við sjáum við landamærin bendir til að þeir séu miklu fleiri,“ sagði hann í samtali við BFM.

Upplýsingar vestrænna leyniþjónustustofnana benda til að Rússar ætli sér að hefja stórsókn á næstunni en þeim ber ekki saman um hvenær. Sumir telja að hún hefjist fljótlega en aðrir telja að hún hefjist ekki fyrr en á vormánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðurkennir að orustan um Bakhmut hafi farið illa með Wagner

Viðurkennir að orustan um Bakhmut hafi farið illa með Wagner
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vesturlönd bæta í aðstoðina við Úkraínu – Rússar eru reiðir og hafa í hótunum

Vesturlönd bæta í aðstoðina við Úkraínu – Rússar eru reiðir og hafa í hótunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Útlendingar manna þriðjung starfa í ferðaþjónustunni

Útlendingar manna þriðjung starfa í ferðaþjónustunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ESB-ríkin ætla að auka skotfæraframleiðslu

ESB-ríkin ætla að auka skotfæraframleiðslu