fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 16:53

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigjendasamtökin hafa birt svarta skýrslu um húsnæðiskerfið á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd.

Á tímabilinu 2010-2024 hafi húsnæðisverð á Íslandi hækkað tvöfalt hraðar en laun á meðan laun og húsnæðisverð í Evrópu hafa haldist í hendur. Leiguverð hafi á sama tímabili hækkað um 119 prósent á Íslandi en aðeins um 26 prósent í Evrópu.

Hlutfall fjárfesta og leigufélaga hafi aukist mikið á kostnað fyrstu kaupenda. Þessi þróun hafi dregið úr aðgengi almennings að eigin húsnæði og aukið þrýsting á leigumarkaðinn.

Árið 2021 hafi hlutfall 18-19 ára sem býr hjá foreldrum verið 42 prósent á Íslandi en á sama tíma 22 prósent í Danmörku, 27 prósent í Svíþjóð og Finnlandi og 26 prósent í Noregi. Þetta þýði að næstum helmingur ungs fólks á Íslandi komist ekki að heiman og að opinber húsnæðisstefna hafi kerfisbundið útilokað ungt fólk frá eigin heimili.

Frá innleiðingu leigubótakerfisins hafi hækkun húsnæðisbóta á óheftum leigumarkaði ýtt undir hækkun leiguverðs. Leigubætur hafi rokið upp en vaxtabætur dregist mikið saman. Stuðningur ríkisins hafi því færst frá fólki sem vill kaupa sér húsnæði yfir til leigusala og fjárfesta.

Á Íslandi sé hlutfall félagslegs húsnæðis mun lægra en hjá öðrum Evrópuríkjum, eða um 4 prósent á meðan hlutfallið nemur 16 prósentum í Svíþjóð og 29 prósentum í Hollandi, svo dæmi séu tekin. Að teknu tilliti til fólksfjölgunar hafi orðið samdráttur í félagslegu húsnæði hér á landi, en hlutfallið nam 11 prósentum árið 2000.

Þegar húsnæðisverð hækkar jafn hratt og gerst hefur á Íslandi þá étur það upp kaupmátt og hækkar verð á öllum nauðsynjum. Húsnæðiskostnaður er stærsti einstaki drifkraftur verðbólgunnar og óheftur húsnæðismarkaður breytir verðbólgu í kerfislægan skatt á almenning, óháð því hvort það á húsnæði eða leigir það.

Húsnæði hafi farið frá því að vera grunnþörf yfir í að vera fjárfestingarvara og afleiðingarnar hafi bitnað á öllum. Núverandi húsnæðisstefna stjórnvalda byggi á því að styrkja eftirspurnarhliðina – með leigubótum og hlutdeildarlánum – án þess að takast á við framboð, verðmyndun eða aðgengi. Þessi stefna samræmist hvorki alþjóðlegum skuldbindingum né gildandi lögum á Íslandi.

Skýrslan byggir meðal annars á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Hagstofunni, Eurostat og OECD. Það var varaformaður Leigjendasamtakanna, Yngvi Ómar Guðrúnarson, sem vann skýrsluna en í samtali við mbl.is segist hann vona að skýrslan hjálpi Leigjendasamtökunum að komast í samtal við stjórnvöld til að ræða lausnir. Leigjendasamtökin leggja í skýrslunni til lausn sem felst í því að taka upp viðmiðunarverð húsaleigu, þ.e. leiguhámark sem byggir á kostnaði frekar en markaðsverði. Það myndi í framkvæmd þýða að leigjandi myndi greiða byggingarkostnað húsnæðis niður yfir fyrirsjáanlegt tímabil, svo sem á 20 árum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Í gær

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara
Fréttir
Í gær

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz