fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Segja Vegagerðina standa fyrir fordæmalausri þjónustuskerðingu

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 4. janúar 2026 14:30

Mynd: Vegagerðin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar á föstudag var enn á ný mótmælt þeirri þjónustuskerðingu Vegagerðarinnar á leið 55 í landsbyggðarstrætó, sem ekur frá Keflavíkurflugvelli um Reykjanesbæ og til höfuðborgarsvæðisins, sem tók gildi nú um áramótin. Segir bæjarráð skerðinguna fordæmalausa þegar kemur að öðrum stórum sveitarfélögum á landsbyggðinni.

Þjónustuskerðingin er aðallega fólgin í því að nú er aðeins biðstöð á tveimur stöðum fyrir leið 55 í Reykjanesbæ í stað átta áður en bærinn hefur þurft að leggja út í aukinn kostnað til að efla strætókerfið innanbæjar á móti, til að fólk eigi betri möguleika á því að komast á biðstöðvarnar, en bæjarbúar þyrftu annars í mörgum tilfellum að ganga marga kílómetra til að komast þangað.

DV hefur áður greint frá gagnrýni bæjarráðs Reykjanesbæjar á þjónustuskerðinguna og ábendingum ráðsins um það skjóti skökku við að ríkisstofnun standi fyrir skerðingu á þjónustu almenningssamgangna á landsbyggðinni á meðan ríkið leggi meira til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með tilheyrandi eflingu þjónustunnar, einkum með aukinni ferðatíðni.

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Vegagerðin svarar mótmælunum þannig að það sé hennar hlutverk að hafa yfirumsjón með almenningssamgöngum milli sveitarfélaga landsins en ekki innan þeirra.

Fordæmi

Í fundargerð bæjarráðs Reykjanesbæjar frá því á föstudaginn síðastliðinn segir að lagt hafi verið fram minnisblað um breytingar á akstri almenningsvagna innn bæjarins árið 2026 sem séu tilkomnar vegna skerðingar á þjónustu sem Vegagerðin hafi boðað að tæki gildi áramótin 2025-2026 og að auki verði akstur hafinn á sunnudögum samkvæmt sama leiðarkerfi og sé í gildi á laugardögum í dag.

Aukið hafi verið við fjárheimildir í almenningssamgöngum í fjárhagsáætlun 2026 til að mæta þeim kostnaði sem hljótist af þjónustuskerðingu Vegagerðarinnar við íbúa í Reykjanesbæ. Ljóst sé að sú þjónustuskerðing sem íbúar á Suðurnesjum verði fyrir eigi sér ekki fordæmi í öðrum stórum sveitarfélögum á landsbyggðinni.

Fyrir þeirri staðhæfingu að þjónustuskerðingin sé fordæmalaus þegar kemur að öðrum stórum sveitarfélögum á landsbyggðinni eru ekki færð rök í fundargerðinni. Eins og fram kom í fyrri umfjöllun DV um málið, sem nálgast má hér að ofan, voru þær breytingar meðal annars gerðar á öðrum leiðum landsbyggðarstrætó að ferðum milli Reykjavíkur og Akureyrar var fækkað og biðstöðvum á leiðinni milli Selfoss og Reykjavíkur fækkað.

Segir að lokum um málið í fundargerðinni frá því á föstudag að bæjarráð feli bæjarstjóranum Kjartani Má Kjartanssyni og Guðlaugi H. Sigurjónssyni, sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, að vinna áfram í málinu og fá úr því skorið hvort Vegagerðin muni taka tillit til athugasemda sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að mæta þörfum íbúa á svæðinu og til að tryggja að ekki halli á einn landshluta. Ekki kemur fram í fundargerðinni hvort leitað hafi verið skýringa hjá ríkisstjórninni á þeim mun sem gerður hefur verið á framlögum til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sem bæjarráð mótmælti fyrir áramót en slíkar skýringar hafa aldrei komið fram opinberlega.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut

Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lét lífið í slysi á Hvolsvelli

Lét lífið í slysi á Hvolsvelli