fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Finnar birta dramatískt myndband af töku skemmdarverkaskips

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. janúar 2026 17:30

Mynd: Skjáskot úr myndbandinu af X-síðu finnsku lögreglunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag var birt á X-síðu lögreglunnar í Finnlandi dramatískt myndband af því þegar sérsveit hennar fór um borð í skip, sem grunur leikur á að beri ábyrgð á skemmdum á sæstrengjum, tók þar við stjórn og handtók alla áhafnarmeðlimi.

Fram kemur í umfjöllun Aftonbladet að skipið heiti Fitburg en umrædd sérsveit gangi undir nafninu Bjarnardeildin (s. Björnligan). Sérsveitinni var flogið að skipinu með þyrlu og seig úr henni um borð í skipið en í myndbandiu má síðan sjá sveitina með byssur á lofti halda upp í brú skipsins en engir meðlimir áhafnar þess sjást í myndbandinu.

Grunur leikur að skipið standi á bak við skemmdarverk sem gerð voru á sæstrengjum í Finnska flóa nú um áramótin en flóinn skilur að Finnland, í norðri, Eistland í suðri og Rússland í austri.

Skipið var á svæðinu þegar sæstrengirnir skemmdust en grunur leikur á að skipið hafi dregið akkeri sitt langa leið og þannig skemmt strengina. Við rannsókn málsins uppgötvaðist að löng slóð af braki var á eftir skipinu sem þótti renna enn frekari stoðum undir að það stæði á bak við skemmdirnar en sæstrengirnir náðu á milli Eistlands, Finnlands og Svíþjóðar. Fitburg er flutningaskip sem siglir undir fána smáríkisins St Vincent & Grenadine, sem er eyríki í Karíbahafi en þar búa eilítið færri en í Reykjavík. Skipið var á leiðinni frá Sankti Pétursborg í Rússlandi til Haifa í Ísrael.

Einn

Fjórtán manna áhöfn skipsins var handtekin og því siglt til hafnar í Kirkkonummi sem er sveitarfélag í nágrenni Helsinki, höfuðborgar Finnlands, öllum nema einum mun þó hafa síðar verið sleppt og þessi eini mun vera grunaður um að bera ábyrgð á skemmdarverkunum á sæstrengjunum, sem voru nýttir af fjarskiptafyrirtækjum.

Hvort viðkomandi er skipstjórinn kemur ekki fram. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald en maðurinn er frá Aserbaíjan. Aðrir áhafnarmeðlimir eru frá því landi sem og Rússlandi, Georgíu og Kasakstan.

Myndbandið af töku skipsins má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja Vegagerðina standa fyrir fordæmalausri þjónustuskerðingu

Segja Vegagerðina standa fyrir fordæmalausri þjónustuskerðingu
Fréttir
Í gær

Íslendingar rífast við fólk frá Venesúela um ástandið – „Ekkert gæti verið verra en það sem við höfum gengið í gegnum“

Íslendingar rífast við fólk frá Venesúela um ástandið – „Ekkert gæti verið verra en það sem við höfum gengið í gegnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur hermaður lést í Úkraínu

Íslenskur hermaður lést í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fannst hún „afmennskuð“ eftir að Grok var notað til að gera nektarmyndir af henni

Fannst hún „afmennskuð“ eftir að Grok var notað til að gera nektarmyndir af henni