

Þó að það sé gott að eiga góða granna er ekki þar með sagt að það sé alltaf gott að eiga granna. Þetta ætti kærunefnd húsamála að þekkja vel enda tekur hún gjarnan fyrir deilur eigenda íbúða í fjölbýlishúsum. Á dögunum birti nefndin úrskurð sem hún felldi í desember og kennir þar ýmissa grasa.
Eitt málið varðar fjöleignarhús sem samanstendur af átta eignarhlutum. Eigandi íbúðar á jarðhæð leitaði til kærunefndarinnar og krefðist þess að húsfélaginu yrði gert að greiða reikninga vegna framkvæmda á sameign.
Eitt málið varðar fjöleignarhús sem samanstendur af átta eignarhlutum. Eigandi íbúðar á jarðhæð leitaði til kærunefndarinnar og krefðist þess að húsfélaginu yrði gert að greiða reikninga vegna framkvæmda á sameign.
Viðkomandi hafði keypt íbúð í húsinu og eftir afhendingu veitt því eftirtekt að þar voru lagnir utanáliggjandi. Hafi þær valdið gífurlegum hávaða, ólykt og komið í veg fyrir eðlilegt viðhald. Á daginn kom að breytingar voru gerðar á skolpleiðslu og leið lagna árið 2016. Í breytingunni fólst meðal annars að leið skolplagna, neysluvatns og ofnlagna fóru beint niður um mitt loft í íbúð eigandans. Gat eigandinn ekki sé að borgin hafi veitt leyfi fyrir þessum breytingum og taldi að illa hefði verið staðið að framkvæmdinni. Hann krafðist þess að lögnunum yrði komið til betri vegar.
Húsfélagið hafi ekki brugðist við kröfum hans og hafi hann því ráðist í framkvæmdirnar til að forðast frekara tjón og leitaði svo til kærunefndarinnar til að fá húsfélagið til að borga reikninginn.
Samkvæmt húsfélaginu hafði framkvæmdin farið fram með fullu samþykki fyrri eiganda íbúðarinnar. Þegar nýr eigandi hafi kvartað hafi pípari á vegum húsfélagsins bent honum á að setja stokk eða einangrun á lagnirnar. Hafi hann hafnað þessum tillögum. Síðan hafi hann gert kröfur til húsfélagsins án þess að leggja fram nokkra verklýsingu og án þess að færa rök fyrir því að framkvæmdin hafi verið nauðsynleg til að verjast frekara tjóni.
Kærunefndin hafnaði öllum kröfum eigandans og tók fram að það sé ekki nefndarinnar að meta hvort að staðsetning lagna sé í samræmi við byggingarlöggjöf. Það sem nefndin gæti hins vegar kannað væri hvort framkvæmdin hafi verið nauðsynleg, en ekkert í máli þessu bendi til slíks. Eins geti nefndin metið hvort að framkvæmdin hafi verið ólögmæt, en ekkert bendi til slíks heldur. Var eigandanum bent á að leggja ágreininginn um staðsetningu lagna fyrir dómstóla með venjulegum hætti.