

Þetta kemur fram í skýrslu Landskjörstjórnar um síðustu alþingiskosningar sem Morgunblaðið fjallar um í dag.
Í skýrslunni er bent á að flutningur atkvæða fari oft fram seint á kvöldin og við erfiðar aðstæður. Í kosningunum 2024 þurfti meðal annars að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja atkvæði vegna óveðurs.
Þrátt fyrir að framkvæmd kosninganna hafi almennt gengið vel segir landskjörstjórn að aðstæður hafi sýnt að þörf sé á úrbótum, meðal annars með því að fjölga talningarfólki og þá verði kannaðir kostir þess að fresta talningu til næsta dags.