fbpx
Mánudagur 19.janúar 2026
Fréttir

Minnst 39 látnir eftir slysið á Spáni – Sérfræðingar sagðir afar undrandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. janúar 2026 08:00

Frá vettvangi slyssins. Mynd/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir árekstur tveggja lesta á Suður-Spáni í gærkvöldi og tugir til viðbótar slasaðir. Um er að ræða versta járnbrautarslys Spánar í meira en áratug.

Slysið varð með þeim hætti að lest sem var á leið til Madrídar fór út af sporinu og endaði á járnbrautarteinum fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Lest sem kom aðvífandi á mikilli ferð náði ekki að stöðva í tæka tíð og varð harður árekstur. Slysið varð skammt frá borginni Córdóba.

Í frétt BBC kemur fram að alls hafi um 400 farþegar og starfsmenn verið um borð í lestunum tveimur. Að minnsta kosti 73 voru fluttir á sjúkrahús, þar af 24 alvarlega slasaðir, þar á meðal fjögur börn, samkvæmt neyðarþjónustu Andalúsíu.

Samgönguráðherra Spánar, Óscar Puente, lýsti atvikinu sem afar undarlegu þegar hann ræddi við blaðamenn í Madríd.

„Allir járnbrautarsérfræðingar sem stjórnvöld hafa rætt við eru afar undrandi yfir slysinu,“ sagði Puente en það sem vekur mesta athygli er að lestin sem fór út af sporinu var á beinum kafla og ekki í beygju þegar slysið varð. Sú lest var á leið frá Málaga til Madrídar en hin var á leið frá Madríd til Huelva. Flestir hinna látnu voru í fremstu vögnum síðarnefndu lestarinnar.

Rannsókn á tildrögum slyssins er á frumstigi en samgönguráðherra Spánar segist eiga von á því að hún geti tekið langan tíma miðað við aðstæður á vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Högni í haldi lögreglu í Kólumbíu – Varð alræmdur í Póllandi fyrir að lúberja lögreglumenn

Högni í haldi lögreglu í Kólumbíu – Varð alræmdur í Póllandi fyrir að lúberja lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Hanna Kristín varð fyrir barðinu á gervigreindarglöðum stjórnendum á Bifröst – „Jafn fáránlegt og það er hættulegt“

Hanna Kristín varð fyrir barðinu á gervigreindarglöðum stjórnendum á Bifröst – „Jafn fáránlegt og það er hættulegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar um vændismál Guðbrands – „Það eru menn sem virðast alltaf reiðubúnir að „kíkja í pakkann““

Stefán Einar um vændismál Guðbrands – „Það eru menn sem virðast alltaf reiðubúnir að „kíkja í pakkann““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Stórkostleg stemning hjá íslenskum stuðningsmönnum eftir sigurinn gegn Ítalíu

Myndband: Stórkostleg stemning hjá íslenskum stuðningsmönnum eftir sigurinn gegn Ítalíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún slegin yfir svínaskýrslunni – „Það er ekki hægt að afsaka sig með fjárskorti“

Kolbrún slegin yfir svínaskýrslunni – „Það er ekki hægt að afsaka sig með fjárskorti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur erfðafjárskattinum til varnar: „Þeir sem erfa háar fjárhæðir eru ekki verðmeira fólk en sá sem erfir ekkert“

Kemur erfðafjárskattinum til varnar: „Þeir sem erfa háar fjárhæðir eru ekki verðmeira fólk en sá sem erfir ekkert“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Réttarhöld hafin yfir Möggu Frikka – Ákærð fyrir ummæli um dómara

Réttarhöld hafin yfir Möggu Frikka – Ákærð fyrir ummæli um dómara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Pétur varpar ljósi á skuggalega þróun – „Þetta eru tvö raunveruleg dæmi sem ótrúlega mörg börn og ungmenni geta sogast inn í“

Jón Pétur varpar ljósi á skuggalega þróun – „Þetta eru tvö raunveruleg dæmi sem ótrúlega mörg börn og ungmenni geta sogast inn í“