fbpx
Þriðjudagur 13.janúar 2026
Fréttir

Nýir eigendur að Ferðasýn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 13. janúar 2026 14:08

Samuel Lusiru Gona, Þórunn Helgadóttir, Ársæll Hafsteinsson og Ingveldur Ýr Jónsdóttir eru nýir eigendur ferðaskrifstofunnar Ferðasýn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýverið tóku hjónin Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Ársæll Hafsteinsson og Þórunn Helgadóttir og Samuel Lusiru Gona við rekstri ferðaskrifstofunnar Ferðasýn.

Með áralanga reynslu og innsýn inn í kenískt samfélag og góða staðkunnáttu vilja þau bjóða upp á fjölbreyttar sérsniðnar ferðir til Kenía og kynna landið fyrir sem flestum Íslendingum, eins og segir í tilkynningu.

Þórunn og Samuel Lusiru Gona, sem er frá Kenía, hafa búið og starfað þar í tæp 20 ár. Ingveldur Ýr og Ársæll hafa ferðast margoft til Kenía og kynnst landinu vel.

„Kenía er fallegt land með mikla menningu, milt loftslag og dásamlegt og gestrisið fólk. Ferðir okkar þangað eru mikil upplifun og við viljum gefa sem flestum Íslendingum kost á að heimsækja Kenía á einstakan og sérsniðinn hátt. Þar sem við höfum fundið fyrir miklum áhuga frá golfurum að spila í Kenía höfum við bætt við ferðum þar sem blandað er saman golfi við ævintýralegar aðstæður og safariferð,“ segir Ingveldur Ýr.

Þórunn og Ingveldur Ýr taka að sér að skipuleggja ferðir til Kenía fyrir hópa, og eru einnig með reglulegar ferðir af ýmsum toga. Þar má nefna ævintýraferðir þar sem tvinnast saman einstæð innsýn inn í kenískt samfélag, safarí og strönd, golfferðir, sjóstangaveiði, auk heimsókna í skóla sem þær hafa staðið fyrir rekstri á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Tveir ungir til FH
Fréttir
Í gær

Grænlendingar hafa lítið álit á Trump – „Hann er klikkaður. Allir vita það“

Grænlendingar hafa lítið álit á Trump – „Hann er klikkaður. Allir vita það“
Fréttir
Í gær

Hraunað yfir Stefán Einar vegna ummæla hans um Nönnu – „Þetta er viðurstyggð“

Hraunað yfir Stefán Einar vegna ummæla hans um Nönnu – „Þetta er viðurstyggð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys í Rangárþingi í gær

Banaslys í Rangárþingi í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hætti ekki áreitni fyrr en vinkona greip inn í

Hætti ekki áreitni fyrr en vinkona greip inn í
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steingrímur stefnir ríkinu og vill bætur fyrir ökklaband

Steingrímur stefnir ríkinu og vill bætur fyrir ökklaband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna styður Guðmund Inga eindregið – „Þið viljið hafa hann með ykkur í liði“

Sólveig Anna styður Guðmund Inga eindregið – „Þið viljið hafa hann með ykkur í liði“