Kona á þrítugsaldri var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eftir bílveltu í Kömbunum skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld. RÚV greinir frá.
Konan var ein í bílnum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hennar en hún var með meðvitund þegar hún var flutt á bráðamóttökuna.