fbpx
Laugardagur 06.september 2025
Fréttir

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. september 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu fara fram í dag kl. 14:00 um land allt. 185 félög standa að fundunum þar sem íslenska þjóðin sýnir þeirri palestínsku samstöðu og krefur ríkisstjórn Íslands um aðgerðir til að stöðva þjóðarmorð Ísraels í Palestínu.

Komið verður saman í Reykjavík, á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík.

Dagskrá fundanna í Reykjavík, á Ísafirði, Egilsstöðum og Akureyri:

Reykjavík – Austurvöllur

Fundarstjóri: Birna Pétursdóttir, leikkona

Ræður:

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ

Fida Abu Libdeh, tæknifræðingur og frumkvöðull flytur ræðu skrifaða af Palestínufólki í Palestínu

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE

Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Garðasókn

Tónlist og ljóðlestur:

Páll Óskar Hjálmtýsson flytur lag

Tabit Lakhda og Rima Nasser spila á oud og syngja Mawtini

Kór og óperusöngvarar flytja verk við texta Dags Hjartarsonar, Hversvegna þessi þögn?

Elísabet Jökulsdóttir flytur tvö ljóð

 

Akureyri – Ráðhústorg

Fundarstjóri: Drífa Snædal, talskona Stígamóta

Ræður:

Kristín S.Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og stofnandi Vonarbrúar

Hildur Eir Bolladóttir, prestur

Katla Ósk Káradóttir, fulltrúi Stúdentafélags Háskólans á Akureyri

Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara

Edda Björgvinsdóttir leikkona og Hlynur Hallson myndlistarmaður lesa bréf frá Gaza

Tónlist:

Svavar Knútur

Ösp Kristjánsdóttir og Helga Ragnarsdóttir

Prestar í Glerárkirkju standa jafnframt fyrir gjörningi í allan dag þar sem lesin verða nöfn allra barna sem látist hafa í Palestínu og Ísrael frá 7.október 2023. Fjölbreyttur hópur lesara tekur þátt í gjörningnum og hann stendur yfir frá 9:00-12:00 og 16:00-20:00.

 

Egilsstaðir – Tjarnargarðurinn

Fundarstjóri: Unnur Borgþórsdóttir, hlaðvarpsstjórnandi

Ræður:

Halla Gunnarsdóttir, formaður VR

Þorgeir Arason, sóknarprestur á Egilsstöðum

Þórunn Ólafsdóttir flytur ræðu samda af Palestínufólki í Palestínu

Tónlist:

Nanna Imsland, flytur lag

Margrét Lára Þórarinsdóttir, flytur lag

Ísafjörður – Silfurtorg

Fundarstjóri: Bryndís Friðgeirsdóttir, kennari

Ræður:

Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði

Aðalbjörg Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Ljóðlestur:

Nadja Sophie Teresa Widell flytur ljóð

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt