Ung kona sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er fundin heil á húfi. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í færslu móður konunnar á samfélagsmiðlum.
Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð við leitina.