Haustsýning Heklu verður haldin með pompi og prakt á morgun, laugardaginn 6. september frá kl. 12 – 16 á Laugavegi 174. Frábær tilboð á nýjum bílum, forsala á hinum vinsæla Skoda Elroq í fjórhjóladrifs útgáfu, pylsur frá Bæjarins bestu og fleira.
Í tilkynningu kemur fram að Skoda Elroq hefur farið sigurför um heiminn og unnið til verðlauna, hann var ril dæmis valinn bíll ársins í flokki rafdrifinna fjölskyldubíla. Hann er nú loksins fáanlegur með fjórhjóladrifi, hægt er að forpanta bílinn um helgina og bílarnir verða svo tilbúnir til afhendingar í lok árs. Mitsubishi Outlander er mættur aftur, stærri, kraftmeiri og með meiri drægni en forveri hans. Outlander verður til sýnis í sýningarsal Heklu um helgina og á frábæru tilboði.