Tilkynnt barst klukkan 18:40 í gærkvöldi og segir í skeyti frá lögreglu að áverkarnir virtust geta stafað af líkamsárás eða átökum milli manna.
Til að tryggja almennt öryggi var farið í sameiginlega aðgerð lögreglu og sérsveitar Ríkislögreglustjóra og voru fimm einstaklingar handteknir í íbúðarhúsi á Siglufirði og færðir í varðhald lögreglu, grunaðir um aðild að málinu.
Hinn slasaði var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Siglufirði og þaðan á Sjúkrahúsið á Akureyri. Málið er á frumstigi og unnið er að rannsókn þess.
Í frétt Vísis í gærkvöldi kom fram að samkvæmt heimildum hefði verið um að ræða alblóðugan mann fyrir utan Aðalgötu 34. Þar er verslunarhúsnæði á jarðhæð og skrifstofur og íbúðir á efri hæðum. Kom fram að samkvæmt heimildum væri um erlenda menn að ræða.