fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitarinnar á Siglufirði – Alblóðugur við Aðalgötu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. september 2025 07:18

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra í gær eftir að tilkynnt var um slasaðan mann utan dyra á Siglufirði.

Tilkynnt barst klukkan 18:40 í gærkvöldi og segir í skeyti frá lögreglu að áverkarnir virtust geta stafað af líkamsárás eða átökum milli manna.

Til að tryggja almennt öryggi var farið í sameiginlega aðgerð lögreglu og sérsveitar Ríkislögreglustjóra og voru fimm einstaklingar handteknir í íbúðarhúsi á Siglufirði og færðir í varðhald lögreglu, grunaðir um aðild að málinu.

Hinn slasaði var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Siglufirði og þaðan á Sjúkrahúsið á Akureyri. Málið er á frumstigi og unnið er að rannsókn þess.

Í frétt Vísis í gærkvöldi kom fram að samkvæmt heimildum hefði verið um að ræða alblóðugan mann fyrir utan Aðalgötu 34. Þar er verslunarhúsnæði á jarðhæð og skrifstofur og íbúðir á efri hæðum. Kom fram að samkvæmt heimildum væri um erlenda menn að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt