fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Fréttir

Fjallabyggðarhöfn í vanda sem stefnir í að dýpki enn frekar

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 25. september 2025 18:30

Frá höfninni á Siglufirði en fækkun komu skemmtiferðaskipa mun að öllu óbreyttu auka enn frekar á samdrátt í tekjum Fjallabyggðarhafnar. Mynd: Skjáskot/Já.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram kom á fundi framkvæmda-, hafna og veitunefndar Fjallabyggðar í upphafi vikunnar að erfiðleikar í rekstri hafnarinnar í sveitarfélaginu fari vaxandi. Tekjur fara minnkandi á meðan kostnaður eykst. Kom einnig fram að það stefni í enn frekari samdrátt í tekjum þar sem bókunum skemmtiferðaskipa fer fækkandi.

Í fundargerð fundarins kemur fram að hafnarstjóri hafi lagt fram vinnuskjal um tímabundið fyrirkomulag starfsmannahalds við höfnina. Rekstrarafkoma hafnarinnar hafi versnað verulega á síðustu árum, tekjur hafi dregist saman á sama tíma og kostnaður hafi aukist. Rekstrarafkoma ársins 2024 hafi verið aðeins um 20 prósent af því sem hún var árið 2019. Gera megi ráð fyrir enn meiri samdrætti á næstu árum standist sú áætlun að komum skemmtiferðaskipa muni fækka um 65-70 prósent á milli áranna 2025 og 2026.

Á fundinum var lögð fram samantekt Sigurðar J. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Cruise Iceland sem er samstarfsvettvangur fyrir ýmsa hagaðila sem starfa innan skemmtiferðaskipageirans á Íslandi. Í samantektinni kemur fram bókunum skemmtiferðaskipa í höfnum á Íslandi næstu árin í samanburði við síðustu ár hefur fækkað töluvert.

Bókanir

Í samantektinni segir meðal annars að bókanir skemmtiferðaskipa í íslenskum höfnum fyrir næsta ár séu eins og staðan er í dag 17 prósent færri á næsta ári en síðasta ári og 37 prósent færri fyrir árið 2027. Bókanir voru 1.209 á síðasta ári, lítillega færri í ár en 1.001 á næsta ári og 764 fyrir árið 2027. Segir enn fremur að samdráttur verði í öllum höfnum en þó verði hann hlutfallslega mestur í minni höfnum á landsbyggðinni.
Í samantektinni er þessi samdráttur rakinn einkum til afnáms tollfrelsis og innviðagjalds á skemmtiferðaskip, sem samþykkt var á Alþingi í nóvember á síðasta ári og tók gildi um áramótin, en fram kemur að þessi stutti fyrirvari á gjaldtökunni eigi sinn þátt í fækkun bókana. Loks er vísað til almennrar óvissu með fyrirkomulag á rekstri skemmtiferðaskipa við Íslandsstrendur en það er ekki skýrt nánar.
Í Fjallabyggð eru tvær hafnir önnur á Ólafsfirði en hin á Siglufirði en skemmtiferðaskip hafa komið í síðarnefndu höfnina. Samkvæmt samantektinni voru komur skemmtiferðaskipa 27 á síðasta ári, verða alls 32 á þessu ári en á næsta ári eru aðeins bókaðar 10 komur og 8 árið 2027. Samdrátturinn á næsta ári yrði því rétt undir 69 prósent, frá þessu ári, og 75 prósent árið 2027.
Þetta mun hafa í för með sér tilheyrandi samdrátt í tekjum Fjallabyggðarhafnar. Í bókun á fundi sínum í byrjun vikunnar lýsti framkvæmda-, hafna- og veitunefnd yfir miklum áhyggjum af fækkun komu skemmtiferðaskipa á næstu árum og fól hafnarstjóra að leita leiða til þess að mæta verulegri lækkun tekna hafnarinnar af þeim sökum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Í gær

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir með kaupfíkn myrti fjölskyldu sína – Sagði það „glæp gegn mannkyni“ að fá ekki að eyða peningum

Móðir með kaupfíkn myrti fjölskyldu sína – Sagði það „glæp gegn mannkyni“ að fá ekki að eyða peningum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppgangur á snyrtistofumarkaðnum í Reykjavík á sér myrkar hliðar

Uppgangur á snyrtistofumarkaðnum í Reykjavík á sér myrkar hliðar